Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 116
Tr y g v i D a n i e l s e n 116 TMM 2015 · 2 skemmtan. Því næst ætluðu þær að kenna Vonbjarti að tálga. Það furðulega var að þær tálguðu eld. Með venjulegum hnífum úr ryðfríu stáli mótuðu þær eldsloga í verur og hluti. Ein vætturin bjó til pinkulítinn pissuling, önnur þyrlu í raunstærð og hin þriðja mótaði bókstafinn U og töluna 6. ———————————————— ———————————————— U * 6 * ———————————————— ———————————————— Vonbjartur tálgaði framandi andlit úr eldsloganum en þegar vættirnar sáu það gerðu þær hróp að honum. Munnarnir duttu niður á gólf og breytt- ust í risastórar holur sem gáfu frá sér hljóð af þessum heimi. Nú fengu vættaraugun á sig ókunnugan svip hins tálgaða andlits og tóku í ofboði á rás í kring um sjálfar sig. Brátt datt ein þeirra á afturendann og brast í grát. Hinar tvær stóðu sorgmæddar og horfðu á hana í stundarkorn áður en þær fóru að syngja Feathers eftir Man Man Vætturin lét huggast, þerraði tárin og hlustaði en gleðibros færðist á vör. Í draumnum varð pabbi svo hrærður af því að sjá vættirnar sefa hina grátandi með söng að hann fór sjálfur að gráta. Hann liggur á gólfinu með Líf í faðmi sér og starir upp í loft. Hann lítur á stofuklukkuna sem amma hans átti og stendur upp við vegginn í hinum enda herbergisins. Hún dansar línudans milli nætur og morguns. Hann kyssir mömmu gætilega á ennið. Hún brosir upp úr svefni. Hann stendur hægt og hljóðlaust á fætur án þess að vekja hana, fer í það sem fyrst verður fyrir honum á gólfinu og stefnir í átt að útidyrunum. Hungrið hefur lagst á hann og hann afræður að rölta niður í nætursjoppuna (100% þjónusta 24/7) þar skammt frá. Óveðrið er orðið að blankalogni. Göngu- göturnar eru mannlausar og algjörlega kyrrar. Dagrenning í fjarska sendir dimmuborginni andvökuskímu sem virðist bera með sér fyrirheit um bjartari daga. Hann kann að meta værð hinna venjuspenntu gatna. Higgs Boson Blues @ Nick Cave and the Bad Seeds og lagið ómar innan í honum. Svo kennir hann þungs höggs í hnakka og hnígur niður. Ungur maður barði hann með hafnaboltakylfu. Út úr myrkrinu stíga fjórir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.