Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 127

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 127
TMM 2015 · 1 127 Salvör Nordal Þvælum málin 1 Í litlu kveri On Bullshit eftir Harry Frankfurt greinir hann bull eða þvælu og veltir því fyrir sér hvers vegna svo mikið er þvælt í samfélagi nútímans.2 Hvað erum við að segja þegar við þvæl- um? Erum við vísvitandi að blekkja eða segja ósatt – eða er eitthvað annað á ferðinni? Frankfurt ber saman lygar og þvælu og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé mikilvægur munur á þessu tvennu. Sá sem lýgur eða segir viljandi ósatt ber ákveðna virðingu fyrir stað- reyndum eða sannleika sem hann kýs að fara á skjön við. Sá hinn sami verður að telja sig vita hvað er satt þegar hann ákveður að ljúga. Aftur á móti lætur sá sem þvælir sig litlu skipta hvort stað- hæfingarnar eru sannar eða ósannar. Hann segir bara það sem hentar hverju sinni og tengslin við staðreyndir eða við það hvernig veruleikinn er í raun og veru glatast. Af þessum ástæðum er þvælan meiri óvinur sannleikans en lygin.3 Þessi greining Frankfurts hefur leitað á hugann síðustu misserin þegar þjóð- félagsumræðan virðist óvenjulega þvæl- in. Vera kann að það sé að bera í bakka- fullan lækinn að ræða íslenska umræðu; þó bendir margt til að við gerum okkur mætavel grein fyrir vanköntum hennar.4 Þegar umræðuna ber á góma er gjarnan bent á það hversu óvægin og persónuleg hún verður þar sem skoðunum fólks er svarað með persónulegum aðdróttunum – og alls kyns þvælu – fremur en að rökin fyrir skoðununum séu yfirveguð. Liður í þessari persónulegu og óvægnu umræðu er að skipta þátttakendum umræðunnar í lið þar sem andstæðir pólar takast á, með þessum hætti verða átakalínurnar mjög skýrar. Það er þó ekki aðeins að umræðan verði persónu- leg. Í þessum pistli langar mig að ræða vandamál sem tengjast þvælu eins og Frankfurt skilgreinir hana í samhengi við aðgreiningu Hönnuh Arendt á valdi og afli. Helsti vandinn við þvælu er að hún býður ekki upp á eiginlega sam- ræðu heldur færir okkur fjær gagn- kvæmum skilningi. Hún skilar því minna en engum ávinningi nema fyrir þá sem nærast á gagnkvæmu skilnings- leysi í samfélaginu. I. Þvælan sem Frankfurt fjallar um hverf- ist um það hvernig við notum tungu- málið og tengsl þess við veruleikann. Frankfurt ræðir nokkrar ástæður fyrir því að svo mikið er þvælt í samtíma okkar. Í fyrsta lagi er fólk í auknum mæli krafið um að tjá sig um málefni án þess að hafa þekkingu til að bera. Í öðru lagi er algeng sú skoðun að við sem borgarar í lýðræðislegu samfélagi eigum að taka þátt í umræðu um samfélagið, oft án þess að hafa þó til þess næga þekkingu. Í þriðja lagi er það útbreidd hugmyndafræði í samtímanum að við höfum ekki aðgang að veruleikanum eins og hann er og því sé ekkert hægt að vita um heiminn í raun og veru. Að mati Frankfurt getur þessi sýn á veru- leikann komið í veg fyrir að fólk geti gert greinarmun á þvælu og því sem á að vera lýsing á veruleikanum. Fyrstu tvær ástæðurnar tengjast vanþekkingu fólks á því sem það er hvatt til að hafa skoðun Á d r e p u r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.