Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 133
Á d r e p u r
TMM 2015 · 1 133
Sigurður Pálsson
Ræða á
Austurvelli,
1. mars 2014
Ágætu fundarmenn!
Galdur
Galdur
sá galdur
að treysta lífinu:
já: lífinu
betur en dauðanum.
*
Sá duldi galdur
að vera hollur
hamingju sinni.
*
Sá örðugi galdur
að vera ekki einusinni
óvinur sjálfs sín.
*
Nei
hógvær galdur
og óbrotinn
og á allra færi.
[...]
Þetta er upphafið að lengra ljóði eftir
Sigfús Daðason, skáldið sem orti: Hvað
sem öðru líður vil ég biðja menn / að
fara varlega með orð / þau geta sprung-
ið / og þó er hitt öllu hættulegra / það
getur vöknað í púðrinu.
Fyrir nákvæmlega viku greip mig
nístandi tilfinning að vakna upp við
það, að stjórnvöld líta ekki á loforð sem
loforð, að það sé allt í lagi að svíkja
hátíðlegt, margítrekað kosningaloforð.
Rós er rós er rós sagði Gertrud Stein.
Og við segjum: loforð er loforð er lof-
orð!
Svik eru svik eru svik.
Mér finnst grafalvarlegt hvernig
ráðamenn hafa í svörum sínum og
útskýringum stöðugt afvegaleitt tungu-
málið, ráðist inn í samband orðs og
merkingar á skítugum skónum, reynt að
rjúfa og brengla samband orðs og merk-
ingar.
Loforð er ekki lengur loforð, við-
ræðu slit ekki heldur, sbr. það sem fram
kom fyrir nokkrum vikum, að orðið
strax þýddi ekki strax nema þegar það
hentar.
Framkoma ráðamanna við tungu-
málið er kannski það alversta og hættu-
legasta í þessu máli öllu. Svör meirihlut-
ans eru mestan part hártoganir sem
væru jafnvel ekki tækar í kappræðu-
keppnum framhaldsskólanna.
Við höfum fylgst allnokkra hríð með
árásum ráðamanna á tungumálið. Þær
eru stórhættulegar vegna þess að með
því að eyðileggja orð og hugtök í anda
newspeak Georges Orwell í skáldsög-
unni 1984, með því er verið að ráðast
gegn DNA þjóðarlíkamans, þjóðarsálar-
innar.
Tungumálið er grundvöllur mannlegs
samfélags alls staðar, það er skemmti-
lega augljóst í tilfelli okkar Íslendinga.
Hið ritaða orð er grundvöllur sjálfs-
myndar okkar sem þjóðar, við trúum á
ritaðan texta.
Af hverju viljið þið verða sjálfstæð
þjóð spurðu aumingja Danir, furðu
lostnir á nítjándu öld. Og við sögðum:
það er vegna þess að við skrifuðum bók-
menntir á þrettándu öld, bókmenntir
sem eru með því besta og mikilvægasta í
Evrópu frá miðöldum, bæði að magni og
gæðum. Það gerir okkur að fullgildri
evrópskri þjóð. Det er nemlig det, sögðu
Danir.
Hér neyðist ég til þess að minnast á
tvö orð, reginmuninn á tveimur orðum,
þjóðarstolt og þjóðremba.