Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2015 · 1 stúlkurnar tvær – Alma og sú sem ekki varð, fóstrið sem Snæfríður lét eyða áður en hún sagði Bernhard frá tilvist þess. Langflestir sem við sögu koma fara hina troðnu slóð. Reyna að horfa framhjá, leiða hjá sér, útskýra mildilega burt þörfina til að taka afstöðu til upp- lifunar Ölmu. Hún er á þessum aldri, hún er næm og viðkvæm, Jesús er föð- urímynd, vissulega betri en eiturlyf (er það ekki annars?) og hvað veit maður, kannski er eitthvað þarna úti. Kannski er tilgangur, kannski er ætlast til ein- hvers af okkur. Hver veit? Alma veit, en við skulum endilega ekki taka nema hæfilegt mark á henni. Hún er á þessum aldri. Englaryk hefði auðveldlega getað orðið um þetta: Um viðbrögð ólíks fólks við hinu yfirskilvitlega. Um þýðingu og stöðu kristninnar í sinni ómenguðustu og óguðfræðilegustu mynd í lífi nútíma- íslendinga. Í þeirri sögu hefði Alma eignast áhangendur og andstæðinga og sennilega snúist gegn báðum hópunum. En það sem setur söguna af stað, það sem hrindir fjölskyldunni upp í bílinn og þessa 344 kílómetra frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og heim aftur, aftur og aftur, á fund sálfræðings, er ekki það að hún hitti Jesú í hliðargötu í Cadiz, þar sem hún var villt og búin að týna sím- anum sínum og peningunum. Þó auð- vitað sé það nógu erfitt fyrir þetta „venjulega“ fólk að eignast skyndilega bókstafs- og sanntrúaðan ungling. Það sem reyndist þurfa til að velta fimm manna fjölskyldu upp á legubekk Snæfríðar voru fyrstu sporin sem Alma valdi að stíga í krafti kristninnar og vin- fengisins við Jesú. Ætli margir höfundar hefðu ekki kosið að skrifa bókina um það hvernig Alma fetar í fótspor meistarans? Aðdraganda þess og þýðingu að hún ákveður að sofa hjá einum af sínum minnstu skólabræðrum, hinu illa þefj- andi og samskiptahefta eineltisfórnar- lambi Jóni Stefáni, og tilkynna um mey- dómsmissinn á samskiptasíðu skólans. Um sálarstríðið á undan, bænirnar um að þessi kaleikur verði frá henni tekinn, útskúfunina á eftir og svo leitina að hinu góða sem af „fórninni“ verður að leiða til að hún hafi merkingu. Þessi bók hefði svo sannarlega verið í góðum félagsskap, allt aftur til Abrahams og Ísaks, um Kierkegaard, í hesthúsið hjá Peter Shaffer í „Equus“, alla leið á maís- akurinn hans Kevins Costner í „Field of Dreams“. Ef það er eitthvað sem við trúum ekki er það nefnilega þetta með að vegir Guðs séu órannsakanlegir. Sennilega hefði engum verið betur treystandi fyrir þessu söguefni en ein- mitt Guðrúnu Evu Mínervudóttur, þeim langskólaða, óttalausa og nákvæma landkönnuði útjaðranna. Enga þessara bóka skrifaði hún samt, þó angar af henni sjáist hér og þar. Nú er það ósiður lesanda og dauðasynd gagnrýnanda að fjalla heldur um verkin sem heldur hefði átt að skapa en það sem fyrir liggur. Svo við skulum opna Englaryk og skoða hvað skrifað stendur. II „Einn daginn, úti í móa, fylltist ég af guði og losnaði ekki við hann aftur fyrr en mörgum árum seinna, ef ég losnaði þá nokkurn tímann alveg við hann.“ Albúm (2002) „Öllum stórum guðsgjöfum fylgir lítil bölvun frá andskotanum.“ Fyrirlestur um hamingjuna (2000) Í Stykkishólmi, friðsælum ríflega þús- und manna bæ á Snæfellsnesi, býr fimm manna fjölskylda. Hjónin Jórunn og Pétur, með börnum sínum Ölmu og Antoni, og Sigurbjarti, syni Jórunnar úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.