Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 4
4 TMM 2015 · 4 Kristín Ómarsdóttir Sjötíu þúsund hugsanir Viðtal við Auði Övu Ólafsdóttur Rababarar skreyttu fyrstu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur Upphækkuð jörð (1998). Sagan fjallar um stúlku sem býr á eyju undir stóru fjalli, hún gengur með hækjur og stefnir á tindinn. Hér koma fram mótuð höfundar­ einkenni sem fylgja verkum hennar síðan. Auður Ava teiknar upp myndir með pennanum af lipurð, hún er dálítið bíómyndaleg og býr til skemmtilegar persónur og óvæntar líkingar. Ég hitti hana fyrst í búð úti á horni. Hún kom á óvart, ekki vegna sólgleraugnanna sem hún bar en ég veit hreinlega ekki hvers vegna. Seinna hef ég hitt hana í sömu götu, klædda blárri kápu sem minnir á yfirhöfn hermanns – í Napóleonslitunum – blá yfirhöfn, rautt hár, hið hvíta felur hún innanbrjósts: kannski dúfu? Það er líkt og njósnari hoppi inn í leikmyndina af felustað, þegar hún birtist úti á götu, af þörf til að hlæja og gantast. Í næstu skáldsögum breytast leikmyndirnar en oftast er kálgarð að finna þó einnig sé farið um víðan völl. Rigning í nóvember kom út 2004 og fjallar um ferðalag fráskilinnar konu með fatlað barn milli landshluta, því næst birtist Afleggjarinn (2008), þar fer ungur reykvískur karlmaður með afleggjara af rós í klaustur á meginlandinu og ílengist þar við garðrækt. Undantekningin – de arte poetica (2012) fjallar um unga konu – ég ímynda mér hún búi í íbúð vestur í bæ – sem eiginmaður yfirgefur fyrir karlmann og um nágranna hennar og dverg. Á nýliðnum árum hefur Auður Ava auk þess unnið í leikhúsi og eftirfarandi leikrit eftir hana hafa verið frumsýnd: Svartur hundur prestsins (2012), Svanir skilja ekki (2014) og Ekki hætta að anda (2015). Lán til góðverka (2013) var frumflutt í Útvarpsleikhúsinu. Ljóðabókin Sálmurinn um glimmer kom út árið 2010. Skáldsögur Auðar Övu hafa verið þýddar á mörg tungumál og koma út beggja megin Atlantshafs. Þær hafa hlotið tilnefningar, verðlaun og viðurkenningar, lofsamlega dóma og þakkláta og eftirvæntingarfulla les­ endur. *** Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar. Auður Ava, viltu segja mér hvar þú ert fædd,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.