Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 6
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 6 TMM 2015 · 4 Viltu segja mér frá bernskustöðvum þínum? Ja, ég er Reykjavíkurbarn en fór norður á sumrin í heimsókn til móður­ ömmu og afa, Sveinsínu Bergsdóttur og Ingimundar Bjarnasonar sem bjuggu á Sauðárkrók; fyrst á Willisjeppanum og síðan á Dodginum, tólf tíma akstur í rykmekki og alltaf jafn bílveik. Ég fékk líka að vera í sveit hjá Herdísi og Stefáni í Brennigerði og annast hænurnar. Ég vissi það ekki þá að Ingibjörg vinkona mín skottaðist um nokkrum þúfum sunnar, í Útvík, þar sem hún ólst upp. Við kynntumst ekki fyrr en í Menntaskólanum við Sund. Ég kom úr sveitinni með sömu klippingu og bróðir minn og var ávörpuð sem strákur í búðum; „hvað ætlar þú að fá væni minn?“ Ég ákvað þá að ég ætlaði að verða stelpa í náinni framtíð. Draga skýr mörk. Ólíkt þeim mörkum sem ég dreg milli kynvitunda í skáldsögum mínum. Viltu segja mér meira frá umhverfinu þar? Í Skagafirðinum? Þótt ég sé ekki framsóknarmaður þá er ég rosalega viðkvæm fyrir Skagafirðinum. Ég verð alltaf heiðrík og meyr inni í mér þegar ég horfi yfir fjörðinn og eyjarnar. Ég veit ekki fallegra útsýni á Íslandi nema kannski á nokkrum stöðum þar sem búið er að virkja – þ.e. fegurðin áður en var virkjað – eða stendur til að virkja. Ég sæki sviðsmyndina að síðrómantískri Upphækkaðri jörð að nokkru leyti í þetta umhverfi; þar er kirkjugarður upp á „fjalli“ og miðlæg smiðja en afi var járnsmiður og smíðaði í opnum eldi. Manstu hver var fyrsta minning þín? Fyrsta minning mín er af ljósi. Við bjuggum þá við enda flugvallarins í Vatnsmýrinni, þangað bárust ljósin frá ljóskeilu í Öskuhlíðinni, af toppi hitaveitutankanna. Ljóskeilan snérist, gul, rauð og græn og var ætluð flugvél­ unum. Ég man eftir því, ég var enn á handlegg þannig að kannski hef ég verið níu mánaða gömul eins og Flóra Sól í Afleggjaranum, en eftir að orðin komu í mig skildi ég að þetta var minning um fegurð, leið inn í ævintýri, inn í aðra heima. Síðan víkkar vitundin smámsaman út eins og gárurnar og hringirnir á Tjörninni. Þeir tengjast minningu eldra barns, kannski tveggja ára. Ég nota hugmyndina um hringina í Rigningu í nóvember, hvernig þeir gefa manni til kynna að maður sé hugsandi vera – vitund – inni í miðjum hringnum. Svo bætast við fleiri hringir eftir því sem maður eldist og þroskast og svo náttúrlega skarast hringirnir við annarra manna hringi og búa til sniðmengi. Falleg lýsing, takk. Hvort fannst þér skemmtilegra að vera barn eða unglingur? Mér fannst skemmtilegra að vera unglingur. Mér leiddist mikið sem barn. Ég bjó við ást, öryggi og frelsi en mér fannst barnæskan vera eins og langur hurðalaus endalaus gangur, mig langaði burtu, mér fannst öll barnæskan vera bið eftir því að fara út í heim og sjá hvernig hann liti út. Mér var í fyrsta sinn treyst fyrir að fara til útlanda þegar ég var fjórtán ára og þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.