Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 8
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
8 TMM 2015 · 4
Næsta spurning: Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og bækur þínar?
Já, ég hugsa það, ég held að þau hafi miðlað til mín ákveðinni lífssýn; rétt
lætiskennd, ásamt samkennd með náunganum og þeim sem stendur höllum
fæti eða hallar á í lífinu og ég veit ekki hvort megi kenna við íslenskan
húmanisma. Þau mátu alla út frá manngildi. Það skipti ekki máli hvað við
komandi gerði í lífinu, hvort hann var merkilegur. Svo býr maður sig til
sjálfur og það gerir maður þegar maður fer að heiman og þá byrjar heilmikil
vinna við það meðvitað að þroskast út úr rörinu sínu og ögra því sem maður
hefur lært og máta sig í öðru samhengi.
Varstu snemma læs? Manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið? Hver
var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil?
Ég var mjög snemma læs, ég lærði reyndar að lesa á hvolfi, afþví bróðir
minn sem var nokkrum árum eldri var að læra að lesa hinum megin við
borðið, og þá var ég með, ég held ég hafi verið byrjuð að lesa texta fjögurra
ára. Svo var ég mjög heppin með kennara, ég var í sex ára bekk hjá Elínu
Ólafsdóttur, sem ég hélt gríðarlega mikið upp á alla tíð. Mér þótti hún fal
legasta manneskja sem ég hafði séð. Seinna var hún einn af stofnendum
Kvennalistans og enn seinna, þegar hún var komin á eftirlaun, sótti hún tíma
hjá mér í listasögu í Háskóla Íslands. Ég man hvað ég var snortin yfir því
að hitta hana aftur. Svo kenndu barnabókahöfundarnir Hreiðar Stefánsson
mér í sjö og átta ára bekk og Jenna Jensdóttir í unglingadeildinni. Maður
las það sem var í boði fyrir krakka: Öddubækurnar, Enid Blytonbækurnar
en þar hafði ég meiri áhuga á matnum, ekki á plottinu: nýrnabökunum og
aldinmaukinu. Það mátti bara taka eina bók á bókasafninu á dag. Svo ég fór
einu sinni á dag í Sólheimasafnið og skilaði bók og sótti nýja. Hvað last þú?
Sömu bækur og þú.
Svo reyndi maður líka við bækur úr bókaskáp mömmu og pabba, ljós
mæðratalið í tveimur bindum, Laxdælu með gömlu stafsetningunni – hún
hafði mikil áhrif á mig. Melkorka dóttir mín er skírð eftir Melkorku Mýr
kjartans dóttur.
Manstu fyrstu bíómyndina sem þú sást?
Hard Days Night með Bítlunum. Mamma og pabbi voru að fara með eldri
bróður í bíó og það stóð til að skilja mig eftir heima en ég tróð mér með. Það
var uppselt og löngu búið að kaupa miða, en ég vældi mig inn og fékk að sitja
í stigaganginum. Ég man enn þá eftir áferðinni á teppinu í stigaganginum í
Austurbæjarbíó. Jafnvel þótt ég fengi ekki sæti, fannst mér athöfnin að fara í
bíó áhugaverðari en myndin.
Fórstu mikið í bíó sem barn?
Nei, það var ekki mikið.