Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 8
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 8 TMM 2015 · 4 Næsta spurning: Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og bækur þínar? Já, ég hugsa það, ég held að þau hafi miðlað til mín ákveðinni lífssýn; rétt­ lætiskennd, ásamt samkennd með náunganum og þeim sem stendur höllum fæti eða hallar á í lífinu og ég veit ekki hvort megi kenna við íslenskan húmanisma. Þau mátu alla út frá manngildi. Það skipti ekki máli hvað við­ komandi gerði í lífinu, hvort hann var merkilegur. Svo býr maður sig til sjálfur og það gerir maður þegar maður fer að heiman og þá byrjar heilmikil vinna við það meðvitað að þroskast út úr rörinu sínu og ögra því sem maður hefur lært og máta sig í öðru samhengi. Varstu snemma læs? Manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið? Hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil? Ég var mjög snemma læs, ég lærði reyndar að lesa á hvolfi, afþví bróðir minn sem var nokkrum árum eldri var að læra að lesa hinum megin við borðið, og þá var ég með, ég held ég hafi verið byrjuð að lesa texta fjögurra ára. Svo var ég mjög heppin með kennara, ég var í sex ára bekk hjá Elínu Ólafsdóttur, sem ég hélt gríðarlega mikið upp á alla tíð. Mér þótti hún fal­ legasta manneskja sem ég hafði séð. Seinna var hún einn af stofnendum Kvennalistans og enn seinna, þegar hún var komin á eftirlaun, sótti hún tíma hjá mér í listasögu í Háskóla Íslands. Ég man hvað ég var snortin yfir því að hitta hana aftur. Svo kenndu barnabókahöfundarnir Hreiðar Stefánsson mér í sjö og átta ára bekk og Jenna Jensdóttir í unglingadeildinni. Maður las það sem var í boði fyrir krakka: Öddubækurnar, Enid Blytonbækurnar en þar hafði ég meiri áhuga á matnum, ekki á plottinu: nýrnabökunum og aldinmaukinu. Það mátti bara taka eina bók á bókasafninu á dag. Svo ég fór einu sinni á dag í Sólheimasafnið og skilaði bók og sótti nýja. Hvað last þú? Sömu bækur og þú. Svo reyndi maður líka við bækur úr bókaskáp mömmu og pabba, ljós­ mæðratalið í tveimur bindum, Laxdælu með gömlu stafsetningunni – hún hafði mikil áhrif á mig. Melkorka dóttir mín er skírð eftir Melkorku Mýr­ kjartans dóttur. Manstu fyrstu bíómyndina sem þú sást? Hard Days Night með Bítlunum. Mamma og pabbi voru að fara með eldri bróður í bíó og það stóð til að skilja mig eftir heima en ég tróð mér með. Það var uppselt og löngu búið að kaupa miða, en ég vældi mig inn og fékk að sitja í stigaganginum. Ég man enn þá eftir áferðinni á teppinu í stigaganginum í Austurbæjarbíó. Jafnvel þótt ég fengi ekki sæti, fannst mér athöfnin að fara í bíó áhugaverðari en myndin. Fórstu mikið í bíó sem barn? Nei, það var ekki mikið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.