Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 11
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r TMM 2015 · 4 11 hins vegar að hafa lokið háskólagráðu til að komast inn í námið sem ég hafði áhuga á í París þannig að ég millilenti hér heima og lauk BA­prófi í sagnfræði og bókmenntafræði á hraðferð. Ég bjó að mestu leyti í útlöndum milli tvítugs og þrítugs, þar af átta ár í París. Viltu segja mér nánar frá þessu tímabili? Þetta voru þroskaárin, þegar maður var að gera drög að sjálfum sér og mennta sig í sínu fagi. Listfræði snýst um myndlist og sjónmenningu og það má eiginlega segja að ég hafi komist út úr svarthvítri heimsmynd fámennis­ samfélags þar sem einungis var rúm fyrir tvær stefnur á sama tíma: mein­ strímið og andstæðu þess. Í París fór ég að lesa miklu meira og kynnast alls konar höfundum og lærði að allt væri mögulegt í skáldskap. París er mesta bíóborg í heimi og ég sótti líka mikið í bíó – fór svona einu sinni til tvisvar í bíó á viku og sá myndir frá öllum heimsálfum og eftir ólíka leik­ stjóra. Öll menning var aðgengileg fyrir stúdenta og tiltölulega ódýr þannig að fyrir utan söfn og gallerí sá ég líka leiksýningar eins og Sólarleikhúsið og danssýningar dansflokka á borð við Pinu Bausch. Í París komst ég að því að Íslendingar hugsa ekki alltaf rökrétt, þeir fara svona í kringum við­ fangsefnið, en Frakkar leggja mikið upp úr lógík, þar sem þú ferð frá a til b og frá b til c. Á Íslandi fer maður frá k til f og síðan frá f til þ og þaðan til b. Órökvísi okkar Íslendinga hefur nýst mér ágætlega í að byggja upp samtöl í leikritunum. Menn halda að þetta sé absúrdismi en þetta eru bara venjuleg íslensk samtöl. Varstu að vinna? Ég vann á sumrin frá því ég var ellefu ára við allt mögulegt, fyrst við barna pössun, síðan í bakaríi, í plastpokaverksmiðju, þrjá mánuði í fiski hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum, á heimili fyrir þroskaheft börn, á póst­ húsi, í dótabúð. Meðan ég var í náminu í París vann ég á sumrin sem leiðsögumaður með Frakka og Ítali og kynntist þá vel Íslandi. Maður svaf í tjaldi í gallonfermingarsvefnpokanum og fór í strigaskóm og gallabux­ um upp á Vatnajökul af því að það stóð í prógramminu að maður ætti að fara á Vatnajökul, og eldaði þríréttað fyrir hópana og annað sem manni var uppálagt að gera, þótt maður hefði ekki mikla reynslu af matargerð. Það var áður en Íslendingar eignuðust flottar útivistargræjur og erlendu ferðamennirnir voru undantekningarlaust miklu betur útbúnir en íslensku leiðsögumennirnir. Mitt helsta framlag til ferðaiðnaðarins var að reyna að kenna Frökkum og Ítölum að hlusta á þögnina. Viltu segja mér frá lífinu sem tók við að námi loknu? Ég kom heim með ókláraða doktorsritgerð og ungabarn til að hafa eitt­ hvað að sýna og fór síðan að kenna. Fyrst í Leiklistarskólanum og síðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.