Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 11
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r
TMM 2015 · 4 11
hins vegar að hafa lokið háskólagráðu til að komast inn í námið sem ég hafði
áhuga á í París þannig að ég millilenti hér heima og lauk BAprófi í sagnfræði
og bókmenntafræði á hraðferð. Ég bjó að mestu leyti í útlöndum milli tvítugs
og þrítugs, þar af átta ár í París.
Viltu segja mér nánar frá þessu tímabili?
Þetta voru þroskaárin, þegar maður var að gera drög að sjálfum sér og
mennta sig í sínu fagi. Listfræði snýst um myndlist og sjónmenningu og það
má eiginlega segja að ég hafi komist út úr svarthvítri heimsmynd fámennis
samfélags þar sem einungis var rúm fyrir tvær stefnur á sama tíma: mein
strímið og andstæðu þess. Í París fór ég að lesa miklu meira og kynnast
alls konar höfundum og lærði að allt væri mögulegt í skáldskap. París er
mesta bíóborg í heimi og ég sótti líka mikið í bíó – fór svona einu sinni til
tvisvar í bíó á viku og sá myndir frá öllum heimsálfum og eftir ólíka leik
stjóra. Öll menning var aðgengileg fyrir stúdenta og tiltölulega ódýr þannig
að fyrir utan söfn og gallerí sá ég líka leiksýningar eins og Sólarleikhúsið
og danssýningar dansflokka á borð við Pinu Bausch. Í París komst ég að
því að Íslendingar hugsa ekki alltaf rökrétt, þeir fara svona í kringum við
fangsefnið, en Frakkar leggja mikið upp úr lógík, þar sem þú ferð frá a til b
og frá b til c. Á Íslandi fer maður frá k til f og síðan frá f til þ og þaðan til b.
Órökvísi okkar Íslendinga hefur nýst mér ágætlega í að byggja upp samtöl í
leikritunum. Menn halda að þetta sé absúrdismi en þetta eru bara venjuleg
íslensk samtöl.
Varstu að vinna?
Ég vann á sumrin frá því ég var ellefu ára við allt mögulegt, fyrst við
barna pössun, síðan í bakaríi, í plastpokaverksmiðju, þrjá mánuði í fiski
hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum, á heimili fyrir þroskaheft börn, á póst
húsi, í dótabúð. Meðan ég var í náminu í París vann ég á sumrin sem
leiðsögumaður með Frakka og Ítali og kynntist þá vel Íslandi. Maður svaf
í tjaldi í gallonfermingarsvefnpokanum og fór í strigaskóm og gallabux
um upp á Vatnajökul af því að það stóð í prógramminu að maður ætti að
fara á Vatnajökul, og eldaði þríréttað fyrir hópana og annað sem manni
var uppálagt að gera, þótt maður hefði ekki mikla reynslu af matargerð.
Það var áður en Íslendingar eignuðust flottar útivistargræjur og erlendu
ferðamennirnir voru undantekningarlaust miklu betur útbúnir en íslensku
leiðsögumennirnir. Mitt helsta framlag til ferðaiðnaðarins var að reyna að
kenna Frökkum og Ítölum að hlusta á þögnina.
Viltu segja mér frá lífinu sem tók við að námi loknu?
Ég kom heim með ókláraða doktorsritgerð og ungabarn til að hafa eitt
hvað að sýna og fór síðan að kenna. Fyrst í Leiklistarskólanum og síðar