Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 13
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r TMM 2015 · 4 13 Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Bjó ekki skáldkonan Françoise Sagan í stóru húsi þar sem hún vann við ritstörf með lokað inn til sín en umkringd fjölskyldu og vinum í nálægum herbergjum? Síðan var kallað á hana í kvöldmat og menn skemmtu sér fram á nótt. Nei, ætli ég yrði ekki fljót að koma mér aftur heim í minn hversdags­ leika. Hann er eiginlega bara fínn. Hvað segirðu um þá tillögu að hamingju sé að finna einsamall í logni uppi á heiði? Ég væri smá hrædd ef ekki væri sjoppa nálægt eða kofi. En Auður, hver er uppáhaldsliturinn þinn og blóm? Blár af því að blár er eini liturinn sem hefur vídd og getur verið bæði áþreifanlegur og óáþreifanlegur. Blár er ekki allur þar sem hann er séður, samanber fjall, sjó eða himin, þegar maður kynnist honum í návígi breytist hann í loft, mold eða salt! Blóm? Fjögurra blaða smári. Nei, segjum sex blaða smári. Gulmaðra fyrir nafnið. Uppáhaldsfugl? Lóa, tvímælalaust. Og ég á meira að segja uppáhaldslóu. *** Viltu segja mér frá bókunum þínum? Mér finnst bækurnar mínar allar ólíkar, en einhver mynstur sýna að sami höfundur skrifar þær, einhver þrástef sem aðrir hafa bent á að komi fyrir í bókunum, auk stíls sem ég held að hafi skýr höfundareinkenni. Það hefur verið sagt að bækurnar mínar fjalli um velmeinandi manneskjur sem lendi í ómögulegum kringumstæðum og reyni að gera sitt besta, geta ekki neitað ef þær eru beðnar um greiða: að taka að sér barn eða eitthvað, bækurnar séu líka um tungumálið, að ekki sé hægt að orða veruleikann, jafnvel þó maður tali öll tungumál heimsins, þar eru gjarnan persónur sem tala jafn­ vel of mörg tungumál, svo má finna þessa andstæðu: tungumál og líkami. Í bókunum er oft einhver sem er frábrugðin: fótalaus unglingsstelpa, ein­ hverfur tvíburabróðir, heyrnarlaust og sjóndapurt afburðabarn í Rigningu í nóvember, rithöfundur sem er dvergur í Undantekningunni. Börnin eru oftast sjení: átta mánaða gamalt barn kann nokkur orð í latínu í Afleggjar­ anum. Svo er það ferðalagið – þetta gamla þema – sem leið út úr myrkrinu í ljósið, og garðrækt og matur, en kannski aðallega það að reyna að gera þetta allt á sinn hátt – bæði persónurnar og höfundurinn – að finna nýja leið til að skilja og orða heiminn. Og leikritin? Þau eru af allt öðrum toga og öll ólík innbyrðis. Í fyrsta verkinu Svartur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.