Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 13
S j ö t í u þ ú s u n d h u g s a n i r
TMM 2015 · 4 13
Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju?
Bjó ekki skáldkonan Françoise Sagan í stóru húsi þar sem hún vann við
ritstörf með lokað inn til sín en umkringd fjölskyldu og vinum í nálægum
herbergjum? Síðan var kallað á hana í kvöldmat og menn skemmtu sér fram
á nótt. Nei, ætli ég yrði ekki fljót að koma mér aftur heim í minn hversdags
leika. Hann er eiginlega bara fínn. Hvað segirðu um þá tillögu að hamingju
sé að finna einsamall í logni uppi á heiði?
Ég væri smá hrædd ef ekki væri sjoppa nálægt eða kofi. En Auður, hver er
uppáhaldsliturinn þinn og blóm?
Blár af því að blár er eini liturinn sem hefur vídd og getur verið bæði
áþreifanlegur og óáþreifanlegur. Blár er ekki allur þar sem hann er séður,
samanber fjall, sjó eða himin, þegar maður kynnist honum í návígi breytist
hann í loft, mold eða salt!
Blóm? Fjögurra blaða smári. Nei, segjum sex blaða smári. Gulmaðra fyrir
nafnið.
Uppáhaldsfugl?
Lóa, tvímælalaust. Og ég á meira að segja uppáhaldslóu.
***
Viltu segja mér frá bókunum þínum?
Mér finnst bækurnar mínar allar ólíkar, en einhver mynstur sýna að sami
höfundur skrifar þær, einhver þrástef sem aðrir hafa bent á að komi fyrir í
bókunum, auk stíls sem ég held að hafi skýr höfundareinkenni. Það hefur
verið sagt að bækurnar mínar fjalli um velmeinandi manneskjur sem lendi
í ómögulegum kringumstæðum og reyni að gera sitt besta, geta ekki neitað
ef þær eru beðnar um greiða: að taka að sér barn eða eitthvað, bækurnar
séu líka um tungumálið, að ekki sé hægt að orða veruleikann, jafnvel þó
maður tali öll tungumál heimsins, þar eru gjarnan persónur sem tala jafn
vel of mörg tungumál, svo má finna þessa andstæðu: tungumál og líkami.
Í bókunum er oft einhver sem er frábrugðin: fótalaus unglingsstelpa, ein
hverfur tvíburabróðir, heyrnarlaust og sjóndapurt afburðabarn í Rigningu
í nóvember, rithöfundur sem er dvergur í Undantekningunni. Börnin eru
oftast sjení: átta mánaða gamalt barn kann nokkur orð í latínu í Afleggjar
anum. Svo er það ferðalagið – þetta gamla þema – sem leið út úr myrkrinu í
ljósið, og garðrækt og matur, en kannski aðallega það að reyna að gera þetta
allt á sinn hátt – bæði persónurnar og höfundurinn – að finna nýja leið til að
skilja og orða heiminn.
Og leikritin?
Þau eru af allt öðrum toga og öll ólík innbyrðis. Í fyrsta verkinu Svartur