Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 16 TMM 2015 · 4 snertir þá segir það sitt að ekki alls fyrir löngu var ég boðin á stóra bók­ mennta hátíð erlendis þar sem af sjötíu rithöfundum voru aðeins fimm konur. Slík gamaldags valdahlutföll endurspegla engan veginn bókmenntaheim með fullt af frumlegum kvenrithöfundum. Almennt séð fá verk kven rit­ höfunda líka minni umfjöllun á bókmenntasíðum blaða og tímarita og eru síður tilnefnd til verðlauna. Hvað finnst þér um andrúmsloftið á landinu okkar? Ansi hreint andkalt og sviptivindasamt, ekki ósvipað ljóðinu þínu Snjó­ land. Sjáðu, hríðina núna hér út um gluggann, Stína. Ég fann gamla dagbók frá því ég var fjórtán ára og þar hef ég skrifað níunda apríl: „Var í sólbaði í nýja bikiníinu.“ Ég held ég hafi heklað bikiníið sjálf. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Viltu segja mér eitthvað um framtíð skáldskaparins? Hann lifir af. Hver er staða íslenskra bókmennta í dag? Hún er margskonar, ég lít ekki á bókmenntir sem samheiti, ég held að staða margra bókmenntaverka sé ágæt og að sama skapi sé fjárhagsleg staða margra rithöfunda ekki góð. Þig langaði snemma að fara út í heim. Hvað fannstu þar? Ég gekk upp á Himmelbjerget og sá að sú heimsmynd sem Íslendingar höfðu var ekki allra. Þessi mikla áhersla á allt sem er bandarískt er ekki til staðar í gömlu Evrópu og Evrópubúar eru ekki eins uppteknir og við afþví sem er að gerast í Ameríku. Þegar ég fór utan til náms fjölluðu fréttir á Íslandi um fátt annað en Bandaríkin, Rússland og kalda stríðið en fréttir í Frakklandi fjölluðu um atburði í Miðausturlöndum og Afríku. Fréttamatið þar var líka allt öðruvísi og gagnrýnna en maður hafði vanist heima, þar sem fréttaskeyti voru þýdd gagnrýnislaust og hrá. Mér þótti líka athyglisvert að sjá að það var söguleg hefð fyrir því í Frakklandi að taka á móti ofsóttum og landflótta lista­, mennta­ og vísindamönnum frá öllum heimshornum og hve samfélagið hefur grætt mikið á útlendingum sínum. Hm, já, maður fær á tilfinninguna að striginn á íslenskum fréttasíðum sé ef til vill mölétinn. Ertu í góðu sambandi við umheiminn, útlöndin? Já, ég er með þetta sjónvarp Símans þannig að ég get horft á Barnaby á norskri stöð og söngva­og danskeppnir á Rai 1, sem er ítalska stöðin. Er þetta ekki ágætis samband? Að lokum: Áttu þér manifestó og hvernig hljómar það? Er manífestó sama og mottó? Svona eins og heilbrigð sál í hraustum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.