Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
16 TMM 2015 · 4
snertir þá segir það sitt að ekki alls fyrir löngu var ég boðin á stóra bók
mennta hátíð erlendis þar sem af sjötíu rithöfundum voru aðeins fimm konur.
Slík gamaldags valdahlutföll endurspegla engan veginn bókmenntaheim
með fullt af frumlegum kvenrithöfundum. Almennt séð fá verk kven rit
höfunda líka minni umfjöllun á bókmenntasíðum blaða og tímarita og eru
síður tilnefnd til verðlauna.
Hvað finnst þér um andrúmsloftið á landinu okkar?
Ansi hreint andkalt og sviptivindasamt, ekki ósvipað ljóðinu þínu Snjó
land. Sjáðu, hríðina núna hér út um gluggann, Stína. Ég fann gamla dagbók
frá því ég var fjórtán ára og þar hef ég skrifað níunda apríl: „Var í sólbaði í
nýja bikiníinu.“ Ég held ég hafi heklað bikiníið sjálf. Þetta hefur ekki alltaf
verið svona.
Viltu segja mér eitthvað um framtíð skáldskaparins?
Hann lifir af.
Hver er staða íslenskra bókmennta í dag?
Hún er margskonar, ég lít ekki á bókmenntir sem samheiti, ég held að
staða margra bókmenntaverka sé ágæt og að sama skapi sé fjárhagsleg staða
margra rithöfunda ekki góð.
Þig langaði snemma að fara út í heim. Hvað fannstu þar?
Ég gekk upp á Himmelbjerget og sá að sú heimsmynd sem Íslendingar
höfðu var ekki allra. Þessi mikla áhersla á allt sem er bandarískt er ekki til
staðar í gömlu Evrópu og Evrópubúar eru ekki eins uppteknir og við afþví
sem er að gerast í Ameríku. Þegar ég fór utan til náms fjölluðu fréttir á
Íslandi um fátt annað en Bandaríkin, Rússland og kalda stríðið en fréttir í
Frakklandi fjölluðu um atburði í Miðausturlöndum og Afríku. Fréttamatið
þar var líka allt öðruvísi og gagnrýnna en maður hafði vanist heima, þar sem
fréttaskeyti voru þýdd gagnrýnislaust og hrá. Mér þótti líka athyglisvert að
sjá að það var söguleg hefð fyrir því í Frakklandi að taka á móti ofsóttum
og landflótta lista, mennta og vísindamönnum frá öllum heimshornum og
hve samfélagið hefur grætt mikið á útlendingum sínum.
Hm, já, maður fær á tilfinninguna að striginn á íslenskum fréttasíðum sé
ef til vill mölétinn. Ertu í góðu sambandi við umheiminn, útlöndin?
Já, ég er með þetta sjónvarp Símans þannig að ég get horft á Barnaby á
norskri stöð og söngvaog danskeppnir á Rai 1, sem er ítalska stöðin. Er þetta
ekki ágætis samband?
Að lokum: Áttu þér manifestó og hvernig hljómar það?
Er manífestó sama og mottó? Svona eins og heilbrigð sál í hraustum