Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 19
S í s í f r í k a r ú t
TMM 2015 · 4 19
yfirborðinu og það tilheyrir öllum námsgreinum.4 „Læsi snýst um samband
orðanna við lífið sjálft, það sem við köllum raunveruleikann, og flest það
sem við tökum okkur fyrir hendur.“5
Átaks er þörf til að efla læsi barna, um það eru flestir sammála. Krakkarnir
okkar lesa of lítið, of sjaldan og sífellt minna og lesskilningi þeirra hrakar.
Lausnin felst þó ekki í því að ráðuneytið sendi lesvélvirkja inn í skólana til
að laga bilaða kennara svo börnin geti hakkað sig í gegnum staðlaða texta á
tvö hundruð atkvæðum á mínútu. Lestraránægja lýtur að vera forsenda þess
að börnin fáist yfirhöfuð til að lesa og áherslan verður að vera á lestur sem
áhugamál frekar en vandamál.
Fleiri próf eru ekki vænleg leið til vekja áhuga barna á lestri. Börnin verða
kannski betri í að svara prófum en þau verða örugglega ekki betri lesendur.
Við eflum ekki ímyndunarafl, sköpunarkraft, víðsýni, mannskilning,
kímni gáfu eða gagnrýna hugsun með prófum. Í versta falli fælum við þau
börn frá sem eru vel læs og hafa áhuga á lestri – þau eru sem betur fer nokkur
ennþá sem langar til að lesa.
Sögnin „að langa“ ætti að vera lykilatriði í lestrarátaki. Það er sama hvað
við látum börnin puða, ef áhuginn vaknar ekki þá munu þau ekki lesa.
Margt er hægt að gera til að efla lestraráhuga barna og unglinga – ef til eru
peningar.
Hvað gerðirðu við peningana sem
frúin í Hamborg gaf þér?
Markmið þjóðarsáttmálans um læsi er að lyfta unglingunum okkar upp úr
ruslflokki í lesskilningi í PISA prófum OECD. Þjóðarsáttmálinn er skjal sem
ráðherra og sveitarfélög undirrita, auk fulltrúa Landssamtakanna heimila
og skóla. Takmarkið er að 90% nemenda í viðkomandi sveitarfélagi muni
lesa sér til gagns í PISA 2018 og Menntamálastofnun, sem heyrir beint undir
ráðherra, mun mæta í skólana með ný próf, prófaráðgjöf og aðgerðaráætlanir
á grundvelli niðurstaðna prófa.6
Kostnaður við Þjóðarsáttmálann í heild er áætlaður rúmlega einn millj
arður króna á þessu ári og næstu fjórum, þ.e. út árið 2019. Langstærsti kostn
aðar liðurinn felst í tíu lestrarprófaráðgjöfum sem starfa eiga við hina nýju
Mennta málastofnun. Samtals kosta þeir 585 milljónir. Ráðgjafarnir mæta
auðvitað ekki fullkomnir til leiks og því eru áætlaðar sjö milljónir í ár og
fimm milljónir á ári næstu fjögur ár í kennslu og leiðsögn fyrir þá, alls 27
milljónir.
Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir því að lestarráðgjafarnir
„sitji dreifðir um landið þ.a. þekking þeirra og hæfni byggist upp í öllum
landshlutum.“7 Þegar auglýst var eftir læsisráðgjöfum til starfa var tekið
fram að þeir skyldu allir verða staðsettir hjá Menntamálastofnun í Kópavogi.