Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 19
S í s í f r í k a r ú t TMM 2015 · 4 19 yfirborðinu og það tilheyrir öllum námsgreinum.4 „Læsi snýst um samband orðanna við lífið sjálft, það sem við köllum raunveruleikann, og flest það sem við tökum okkur fyrir hendur.“5 Átaks er þörf til að efla læsi barna, um það eru flestir sammála. Krakkarnir okkar lesa of lítið, of sjaldan og sífellt minna og lesskilningi þeirra hrakar. Lausnin felst þó ekki í því að ráðuneytið sendi lesvélvirkja inn í skólana til að laga bilaða kennara svo börnin geti hakkað sig í gegnum staðlaða texta á tvö hundruð atkvæðum á mínútu. Lestraránægja lýtur að vera forsenda þess að börnin fáist yfirhöfuð til að lesa og áherslan verður að vera á lestur sem áhugamál frekar en vandamál. Fleiri próf eru ekki vænleg leið til vekja áhuga barna á lestri. Börnin verða kannski betri í að svara prófum en þau verða örugglega ekki betri lesendur. Við eflum ekki ímyndunarafl, sköpunarkraft, víðsýni, mannskilning, kímni gáfu eða gagnrýna hugsun með prófum. Í versta falli fælum við þau börn frá sem eru vel læs og hafa áhuga á lestri – þau eru sem betur fer nokkur ennþá sem langar til að lesa. Sögnin „að langa“ ætti að vera lykilatriði í lestrarátaki. Það er sama hvað við látum börnin puða, ef áhuginn vaknar ekki þá munu þau ekki lesa. Margt er hægt að gera til að efla lestraráhuga barna og unglinga – ef til eru peningar. Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Markmið þjóðarsáttmálans um læsi er að lyfta unglingunum okkar upp úr ruslflokki í lesskilningi í PISA prófum OECD. Þjóðarsáttmálinn er skjal sem ráðherra og sveitarfélög undirrita, auk fulltrúa Landssamtakanna heimila og skóla. Takmarkið er að 90% nemenda í viðkomandi sveitarfélagi muni lesa sér til gagns í PISA 2018 og Menntamálastofnun, sem heyrir beint undir ráðherra, mun mæta í skólana með ný próf, prófaráðgjöf og aðgerðaráætlanir á grundvelli niðurstaðna prófa.6 Kostnaður við Þjóðarsáttmálann í heild er áætlaður rúmlega einn millj­ arður króna á þessu ári og næstu fjórum, þ.e. út árið 2019. Langstærsti kostn­ aðar liðurinn felst í tíu lestrarprófaráðgjöfum sem starfa eiga við hina nýju Mennta málastofnun. Samtals kosta þeir 585 milljónir. Ráðgjafarnir mæta auðvitað ekki fullkomnir til leiks og því eru áætlaðar sjö milljónir í ár og fimm milljónir á ári næstu fjögur ár í kennslu og leiðsögn fyrir þá, alls 27 milljónir. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir því að lestarráðgjafarnir „sitji dreifðir um landið þ.a. þekking þeirra og hæfni byggist upp í öllum landshlutum.“7 Þegar auglýst var eftir læsisráðgjöfum til starfa var tekið fram að þeir skyldu allir verða staðsettir hjá Menntamálastofnun í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.