Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 20
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 20 TMM 2015 · 4 Ljóst er því að ferðakostnaður mun verða mun hærri en þær 20 milljónir á ári sem gert er ráð fyrir í áætlun, en gisting virðist ekki vera inni í þeirri tölu. Prófin sem ráðgjafarnir eiga að hrinda í framkvæmd þarf að kaupa. Þau kosta 10 milljónir á ári, alls 50 milljónir. Þá eru ráðgjafarnir ábyrgir fyrir heimasíðu þar sem þeir eiga að deila bestu leiðum í lestrarkennslu. Reiknað er með 5 milljónum í síðuna í ár, síðan 10 milljónum á ári, alls 45 milljónum. Lestrarátak menntamálaráðuneytisins skarast með sérkennilegum hætti við margvíslega vinnu síðustu ára til eflingar lestri og lestraráhuga. Þannig er ekki ljóst hvort heimasíða ráðgjafanna muni með einhverjum hætti tengjast við Lesvefinn um læsi og lestrarerfiðleika8 sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands þróaði í samstarfi við Menntamálaráðuneytið 2013. Margir sérfræðingar um lestur; lestrarkennslu, lestrarerfiðleika, lesskilning og lestraráhuga eiga efni á þessum vef, bæði frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri. Einhvers staðar á leiðinni frá tillögum læsishóps ráðherra til útfærslu þjóðarsáttmálans færast áherslurnar frá landinu öllu og inn á ganga Mennta­ málastofnunar. Ekki var lengur í boði að sækja um starf lestrarráðgjafa en hafa starfsstöð utan Kópavogs, þó að gengið væri út frá slíkri starfsemi í fjárhagsáætlun.9 Með sama hætti umbreyttust námsstefnur um læsi í kjör­ dæmum landsins í drögum að þjóðarsáttmála í námsstefnu Menntamála­ stofnunar í endanlegri gerð hans.10 Í þessu sambandi er athyglisvert að við Miðstöð skólaþróunar við Háskól­ ann á Akureyri starfa nú níu manns við skólaráðgjöf, fyrst og fremst læsis ráðgjöf. Læsisráðstefnur Miðstöðvar skólaþróunar eru haldnar annað hvert ár og voru þátttakendur síðast yfir 300.11 Ekki kom til álita af hálfu Mennta málastofnunar að staðsetja einn eða fleiri hinna nýju ráðgjafa við Miðstöð skólaþróunar12, né heldur virðist standa til að samnýta kraftana til að skipuleggja námsstefnur um lestur og læsi á breiðum grunni um land allt. Þess í stað hóf Menntamálastofnun læsisátak sitt í ágúst 2015 með sér­ kennilegri fjölmiðlaherferð þar sem reynt var að draga upp þá mynd að samstarf skóla við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um byrjendalæsi leiddi til minnkandi lesskilnings og verri árangurs í ýmsum námsgreinum13. Í framhaldinu fór menntamálaráðherra um landið og undirritaði viljayfirlýsingar við sveitarfélögin um að skólar landsins skyldu fylgja leiðsögn Menntamálastofnunar um eflingu lestrar og læsis – barnanna vegna. Ekki svart og ekki hvítt Það er mikið gleðiefni að ráðherra menntamála skuli setja eflingu lestrar og læsis í forgang og pólitískur vilji sé til þess að leggja milljarð króna til þess verkefnis. Það er hins vegar ástæða til að staldra við og spyrja hvort því fé sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.