Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 23
S í s í f r í k a r ú t TMM 2015 · 4 23 sýni að læsi blómstri þar sem nemendur hafa aðgang að bókum sem þá langar að lesa, leyfi til að velja sjálfir og fái tíma til að sökkva sér ofan í þær. Bandarískir skólar hafa unnið eftir „No child left behind“ stefnu Georg W. Bush frá árinu 2002, sem einkennist af stöðugum prófum rétt eins og stefnt er að hér.29 Stefnan hefur verið umdeild og átalin fyrir að draga úr skapandi vinnu og gagnrýninni hugsun. Skólakerfið framleiðir próftakendur í stað þess að skapa lesendur og það drepur niður ástríðu barnanna fyrir lestri, eins og Gallagher orðar það.30 Hafa íslensk skólabörn gott aðgengi að barnabókum? Því miður vantar mikið upp á að barnabækur eigi jafngreiða leið inn í grunn­ skóla á Íslandi og lýst er hér að ofan. Skólasöfnin urðu fyrir harkalegum niðurskurði við hrun, eins og rannsókn greinarhöfundar leiddi í ljós 2011.31 Framlög til bókakaupa lækkuðu að meðaltali um 50%, sums staðar fóru þau niður í ekki neitt, núll krónur árið 2009, en mjökuðust svo lítillega upp á við næstu tvö árin. Í meðalskóla með um 400–450 nemendur var algengt að safnið hefði í kringum 700–750.000 krónur til bókakaupa 2007 en um 350.000 krónur 2011. Á sama tíma hækkuðu barnabækur um 28% svo að raunverulegur samdráttur í bókakaupafé var miklu meiri en fjárframlög segja til um. Varlega áætlað gat dæmigert safn keypt 125–130 færri bækur á ári. Yndislesturinn mætti afgangi og erfiðara varð fyrir börn að finna lesefni við hæfi. Langir biðlistar mynduðust eftir vinsælum bókum sem ekki var hægt að kaupa mörg eintök af. Fræðsluefni eða fagefni fyrir kennara var ekki keypt. Verst úti urðu þó unglingarnir því þeir lásu minnst fyrir og lágu best við höggi. Unglingabókakaup drógust mest saman. Auk þess var tímaritaáskriftum að mestu hætt sem kom helst niður á unglingunum. En það var fleira en bókakaupaféð sem dróst saman, víða var opnunartími styttur og þjónusta minnkuð. Nemendur höfðu færri tækifæri til að sækja safnið. Nú er aftur komið góðæri, segja menn. En skyldi það ná til skólasafnanna? Ég hef kannað stöðuna hjá sömu söfnum og 2011 og fyrstu niðurstöður sýna að þau eru enn fjársvelt. „Það er orðinn mikill uppsafnaður vandi hjá mér,“ sagði einn skólasafnskennarinn. Þessi starfsmaður fær 500.000 krónur til bókakaupa í ár en telur sig þurfa milljón. „Það vantar mikið af nýlegum skáldritum fyrir börn og unglinga,“ segir hann. „Það vantar fleiri orðabækur, fræðibækur fyrir börn og alls kyns handbækur og fræðirit fyrir kennara.“ Annað safn hefur fengið hækkun upp á 7,5% eða 25.000 krónur síðan 2011 og fær nú 355.000. Ef reiknað er með vísitölubreytingum ætti framlagið að vera um milljón til að samsvara framlaginu fyrir hrun. Bæði þessi söfn eru í skólum með 400–450 nemendur. Barnabækur hafa hækkað enn meira í verði frá 2011 og munar þar auð­ vitað mest um hækkun virðisaukaskattsins. Ef við lítum í Bókatíðindi má sjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.