Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 25
S í s í f r í k a r ú t TMM 2015 · 4 25 íslenskar bækur í fyrra og 12 þýddar. Af þessum sex íslensku voru fimm skáldverk og ein spurningabók um fótbolta. Unglingarnir sem mest lesa ná að minnsta kosti tíu bókum á mánuði eða tveimur til þremur á viku. Þeir eru búnir með allt nýmetið í febrúar. Vissulega leita margir unglingar í bækur á ensku en það er engin lausn að beina þeim út fyrir móðurmál sitt. Það er heldur ekkert svar að þau geti lesið Arnald eða Yrsu eins og mörg þeirra gera. Ungmennabækur eru mikilvægt svar við lestrarvanda sem er að færast upp í framhaldsskólana, en flokkurinn er allt of rýr. Það hlýtur hreinlega að vera orsakasamband milli þess að unglingabækur urðu verst úti í niður­ skurði eftirhrunsáranna á skólasöfnunum og að útgáfa bóka fyrir unglinga er í sögulegu lágmarki. Getur verið að við séum kerfisbundið að draga úr möguleikum unglinga á að verða bókhneigðir? Það væri hægt að bæta stöðu barna­ og unglingabókaútgáfunnar en til þess þarf peninga. Hugsið ykkur ef skólasöfn landsins fengju styrk til að kaupa allar barna­ og unglingabækur sem gefnar eru út á íslensku. Byrjum smátt og gefum okkur að allir skólarnir 176 keyptu allar ungmennabækurnar 18, eitt eintak af hverri. Meðalverð þeirra var 4.499 krónur, en reiknum með 30% magnafslætti, eintakið kostar þá 3.149 krónur og heildarkostnaður er kr. 9.976.032 eða ámóta og árskostnaður við að kaupa ný skimunarpróf. Nemendurnir sem eiga að ná betri árangri í PISA 2018 eru í 7. bekk núna. Hvort ætli virki nú betur að afhenda þeim bækur að lesa eða leggja lestrar­ próf fyrir yngri börnin í skólanum þeirra? Áhrínisorð um gagnsleysi „Þriðjungur íslenskra drengja les sér ekki til gagns.“ Án efa kannast allir lesendur tímaritsins við þessa upphrópun. Það eru hrollvekjandi tölur á bak við hana. 21% unglinga í 10. bekk lesa sér ekki til gagns, þ.e. eru undir þrepi 2 á PISA. Kynskiptingin er ójöfn, 30% pilta og 12% stúlkna skila svona lökum árangri.36 Það er hins vegar misskilningur að halda að strákar séu upp til hópa ófærir um að lesa. Stærsti hluti þeirra sem ekki les bækur er ágætlega læs en hefur ekki komist á bragðið. Þessir strákar munu aldrei byrja að lesa ef við teljum þeim endalaust trú um að þeir geti ekki lesið og það sé óstrákalegt að lesa. Orðræðan um ólæsi drengja er mengandi. Hún dregur úr sjálfstrausti og metnaði stráka til að lesa, gefur þeim afsökun fyrir að neita bókum, og veldur því að þeir svara svona í viðtalsrannsóknum: „Ég hef heyrt að það sé sannað að stelpur eru betri að lesa en strákar.“37 Hún er hluti af erfiðri orðræðu um skólamál þar sem gengið er út frá því að skólakerfið henti ekki strákum. Jafnvel heyrist því fleygt að strákum gangi verr í skóla en stelpum vegna þess að konur séu allráðandi í kennslu.38 Yfirlýsingar um að strákar lesi sér ekki til gagns hafa áhrif langt út fyrir skólana. Foreldrar fá þau skilaboð að strákarnir þeirra séu í áhættuhópi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.