Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 26
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 26 TMM 2015 · 4 en af stelpunum þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Orðræðan kallar fram stress meðal höfunda og útgefenda; skyldu hinir fáu læsu strákar vilja þessa bók? Er ekki vissara að hafa strák sem aðalpersónu því að strákar lesa bara um stráka? Er ekki vissara að auglýsa frekar bækur eftir karlmenn þar sem þeir geta kveikt í strákunum? Hún er nefnilega lífsseig sú mýta að strákar lesi bara bækur eftir karlmenn og um stráka. Hún er líka lífsseig sú mýta að strákar lesi lítið vegna þess að konur séu allsráðandi í stétt barnabókahöf­ unda. Barnabókaútgáfan var vissulega borin uppi af konum fyrir nokkrum árum en einhverra hluta vegna hafa karlmenn verið nær allsráðandi sl. ár. Hún er ekki séríslensk þessi drengjaorðræða um lestur, lestrarvenjur eru víðast á Vesturlöndum með þessu móti – stelpur lesa miklu meira en strákar. Kari Sverdrup (2006) bendir á að fullyrðingin um að drengir lesi ekki bækur um stelpu í aðalhlutverki sé viðtekin meðal rithöfunda og útgefenda. Hún telur að kvenrithöfundar hafi tekið þetta til sín og hafi þess vegna alltaf að minnsta kosti einn strák sem aðalpersónu. Þetta viðhaldi ójöfnum kynja­ hlutverkum í barnabókum þar sem karlkynið hefur mun oftar verið í aðal­ hlutverki en kvenkynið.39 En hvernig mótast svona hugmyndir? Að drengir geti bara lesið um drengi en stelpur um bæði kyn? Eitthvað hlýtur það að vera í bókmenntauppeldinu sem kallar þetta fram. Nærtækast er að skoða bækurnar sem börnin alast upp við; myndabækurnar sem börnin kynnast meðan þau eru að móta hug­ myndir sínar um eigið kyn og annarra. Skyldu stelpur og strákar sjá jafn­ margar og jafnspennandi fyrirmyndir í slíkum bókum? Byrjum á að skoða fjöldann. Íslenskar myndabækur 2014 skiptust sem hér segir: Í 13 þeirra var karlkyns aðalpersóna en í átta var hún kvenkyns. Í einni bók voru aðalpersónur hvorugkyns skrímsli. Börn (bæði strákur og stelpa eða mörg börn) voru í aðalhlutverki í fjórum og í jafnmörgum voru dýr. Tvær bækur fjölluðu um Jólasveinana þrettán og foreldra þeirra – séu þær taldar með skekkist allverulega hlutfall kynjanna, svo ég sleppi þeim. Staðan er 13­8 fyrir stráka. Þýddu myndabækurnar hafa mun ójafnari kynjahlutverk. Í 20 þýddum myndabókum eru karlkyns aðalpersónur en aðeins sex hafa kvenkyns aðal­ persónu. Dýr án nafns eru í aðalhlutverki í fimm bókum. Karlkynið er þar algengara en ekki er alltaf ljóst hvort það er þá líffræðilegt eða málfræðilegt kyn dýrsins svo ég undanskil þessar bækur. Ég sleppi líka bendibókum og orðabókum sem eru án persóna en rétt er þó að nefna fjórar þýddar myndabækur um bíla eða vinnuvélar sem í sjálfu sér eru hvorki um stelpur né stráka en markaðssettar fyrir drengi. Staðan er orðin 33­14 fyrir stráka þó að bílabókunum sé sleppt. Börn fá skýr skilaboð strax frá fyrsta myndabókafletti um að mun algengara og þar með eðlilegra sé að strákar séu í brennidepli en stelpur. Sams konar kynjaskiptingu sjá börnin í teiknimyndum og bíómyndum.40 Öll athygli læsisumræðunnar hefur beinst að drengjum. Nýjar bóka­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.