Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 36
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 36 TMM 2015 · 4 og umhverfis þeirra. Það er einfaldlega ekkert mál þótt strákur verði skotinn í breskum fótboltastrák sem spilar með Tottenham frekar en að íslensku stelpurnar fái stjörnur í augun yfir félögum hans.7 Saga Bjössa varpar ljósi á það hversu mikilvægur kynjavinkillinn í Fótboltasögunni miklu er og ekki síður hvernig hann birtist. Viðbrögð sögu­ manns við samkynhneigð Bjössa gefa okkur innsýn í það hvernig sagan öll býr til rými fyrir lesandann til að taka afstöðu með strákunum og samsama sig þeim. Að þessu leyti sver Fótboltasagan sig í ætt við ákveðna þróun í alþjóðlegum barnabókaheimi sem hefur verið lýst þannig: Mikilvæg áhrif femínismans felast í tilkomu skáldverka fyrir unglinga sem byggja upp innbyggðan lesanda sem tekur sér femíníska stöðu við lestur. Slíkur lesandi er oft byggður upp með textatengslum, með samræðu milli frásagnarinnar og ákveðinna eldri texta eða almennra sögufléttna sem tilheyra bókmenntagreininni sem frásögnin notar eða vísar til.8 Fótboltasöguna miklu má greina á svipuðum nótum. Hún á í samræðu við hefðbundnari fótboltabækur þar sem strákar eru einir á sviðinu. Þetta gerir hún ekki með því að hamra á því að stelpur geti líka spilað fótbolta eða að strákar í fótbolta geti verið hommar, heldur með því að ganga út frá því sem sjálfsögðum hlut og búa til rými fyrir lesandann sem hann gengur fyrirhafnarlaust inn í. Það má líka segja að eldri fótboltabækur, til dæmis bækur Þorgríms Þráinssonar, séu mikilvægur undirtexti í Fótboltasögunni miklu. Fótboltasagan mikla tekst á við fordóma lesandans um fótboltabækur og fótbolta almennt með þessum hætti, og samanburðurinn við aðrar fótboltabækur getur styrkt þá jafnréttisumræðu sem greina má í bókunum enn frekar. En þótt ég hafi bæði áhuga á fótbolta og kynjafræði ætla ég að einbeita mér að öðru í þessari umfjöllun um Fótboltasöguna miklu. Jón Jónsson er nefnilega ekki bara lunkinn í fótbolta og skotinn í stelpu(m), hann er líka og kannski umfram allt sögumaður sinnar eigin sögu. Án þess að ég vilji gera lítið úr fótbolta og kærustusorgum Jóns þá má líta svo á að hvort tveggja og öll sú spenna sem myndast í bókunum séu öðrum þræði aðferðir til að teyma lesandann áfram og fá hann til að lesa um öllu alvarlegri hluti. Utan vallar þurfa persónur bókanna að kljást við marg­ vísleg vandamál. Þótt Jón sé aðalsöguhetja bókanna og sögumaður eru það örlög Ívars vinar hans sem eru aðalsöguefnið. Í fyrstu bókinni verða Jón og aðrir Þróttarar vitni að því að faðir Ívars, fyrrverandi landsliðsmaðurinn og alkóhólistinn Tóti, beitir son sinn margvíslegu ofbeldi og í öllum bókunum þarf að „bjarga“ Ívari á einn eða annan hátt. Saga Ívars er vandmeðfarin. Þar er fjallað um heimilisofbeldi, barnaverndarmál og fleira sem auðveldlega gæti leitt frásögnina út í tilfinningasemi eða predikanir. Hvort tveggja tekst Gunnari að forðast. Hér er frásagnaraðferðin lykilatriði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.