Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 36
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
36 TMM 2015 · 4
og umhverfis þeirra. Það er einfaldlega ekkert mál þótt strákur verði skotinn
í breskum fótboltastrák sem spilar með Tottenham frekar en að íslensku
stelpurnar fái stjörnur í augun yfir félögum hans.7
Saga Bjössa varpar ljósi á það hversu mikilvægur kynjavinkillinn í
Fótboltasögunni miklu er og ekki síður hvernig hann birtist. Viðbrögð sögu
manns við samkynhneigð Bjössa gefa okkur innsýn í það hvernig sagan öll
býr til rými fyrir lesandann til að taka afstöðu með strákunum og samsama
sig þeim. Að þessu leyti sver Fótboltasagan sig í ætt við ákveðna þróun í
alþjóðlegum barnabókaheimi sem hefur verið lýst þannig:
Mikilvæg áhrif femínismans felast í tilkomu skáldverka fyrir unglinga sem byggja
upp innbyggðan lesanda sem tekur sér femíníska stöðu við lestur. Slíkur lesandi
er oft byggður upp með textatengslum, með samræðu milli frásagnarinnar og
ákveðinna eldri texta eða almennra sögufléttna sem tilheyra bókmenntagreininni
sem frásögnin notar eða vísar til.8
Fótboltasöguna miklu má greina á svipuðum nótum. Hún á í samræðu
við hefðbundnari fótboltabækur þar sem strákar eru einir á sviðinu. Þetta
gerir hún ekki með því að hamra á því að stelpur geti líka spilað fótbolta
eða að strákar í fótbolta geti verið hommar, heldur með því að ganga út frá
því sem sjálfsögðum hlut og búa til rými fyrir lesandann sem hann gengur
fyrirhafnarlaust inn í. Það má líka segja að eldri fótboltabækur, til dæmis
bækur Þorgríms Þráinssonar, séu mikilvægur undirtexti í Fótboltasögunni
miklu. Fótboltasagan mikla tekst á við fordóma lesandans um fótboltabækur
og fótbolta almennt með þessum hætti, og samanburðurinn við aðrar
fótboltabækur getur styrkt þá jafnréttisumræðu sem greina má í bókunum
enn frekar.
En þótt ég hafi bæði áhuga á fótbolta og kynjafræði ætla ég að einbeita
mér að öðru í þessari umfjöllun um Fótboltasöguna miklu. Jón Jónsson er
nefnilega ekki bara lunkinn í fótbolta og skotinn í stelpu(m), hann er líka og
kannski umfram allt sögumaður sinnar eigin sögu.
Án þess að ég vilji gera lítið úr fótbolta og kærustusorgum Jóns þá má líta
svo á að hvort tveggja og öll sú spenna sem myndast í bókunum séu öðrum
þræði aðferðir til að teyma lesandann áfram og fá hann til að lesa um öllu
alvarlegri hluti. Utan vallar þurfa persónur bókanna að kljást við marg
vísleg vandamál. Þótt Jón sé aðalsöguhetja bókanna og sögumaður eru það
örlög Ívars vinar hans sem eru aðalsöguefnið. Í fyrstu bókinni verða Jón og
aðrir Þróttarar vitni að því að faðir Ívars, fyrrverandi landsliðsmaðurinn og
alkóhólistinn Tóti, beitir son sinn margvíslegu ofbeldi og í öllum bókunum
þarf að „bjarga“ Ívari á einn eða annan hátt. Saga Ívars er vandmeðfarin. Þar
er fjallað um heimilisofbeldi, barnaverndarmál og fleira sem auðveldlega
gæti leitt frásögnina út í tilfinningasemi eða predikanir. Hvort tveggja tekst
Gunnari að forðast. Hér er frásagnaraðferðin lykilatriði.