Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 37
Þ e t t a á a ð v e r a F Ó T B O LT A B Ó K !
TMM 2015 · 4 37
Sögumaður í mútum
Strax á fyrstu síðu Fótboltasögunnar miklu kemst lesandinn að nokkrum
mikilvægum hlutum um aðalpersónuna. Hann heitir Jón Jónsson og hann
er nýbúinn að fara á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Þegar hann er búinn að
kynna sig og fjölskyldu sína hefst sagan með þessum orðum:
Og hér byrjar þá sagan:
Nei, bíðið aðeins … ég gleymdi að setja svona kaflaheiti við þennan kafla … set það
bara hér. Þessi kafli hét
Kynningin
Ég lofa svo að hafa kaflaheitin í byrjun hvers kafla. Hér byrjar þá …
… fótboltasagan mikla!
Eða sko … ekki hér. Þú verður að fletta, sko.9
Jón Jónsson er sem sagt sögumaður eigin sögu og hann fer ekki leynt með
það að hann sé að skrifa bók. Strax í upphafi er athygli lesandans dregin
að því. Jón þarf að muna að setja kaflaheiti í byrjun hvers kafla, því þannig
gera þeir sem skrifa bækur. Og í öllum bókunum minnir Jón lesendur sína
reglulega á að það er hann sem segir söguna og heldur í alla þræði.
Fræðimenn sem fjallað hafa um frásagnafræði barnabóka hafa bent á
að greina megi ákveðna meginþróun í því hvernig lesendur eru ávarpaðir
í skáldverkum fyrir börn. Lengi vel einkenndust barnabækur af „tvöföldu
ávarpi“ þar sem sögumaður ávarpar barnið sem lesanda en talar jafnframt
yfir höfuðið á því og ávarpar fullorðinn lesanda. Eftir miðja tuttugustu öld
fór að bera meira á einfaldara ávarpi þar sem barnið var ávarpað beint og á
þess eigin forsendum. Loks, eftir því sem bókmenntagreinin þróaðist, varð
til það sem Barbara Wall nefnir tvíþætt ávarp en það einkennist af því að
bækurnar virðast einfaldar en hafa „misjafnlega dulin skilaboð til eldri inn
byggðs lesanda ef hann kýs að taka á móti þeim.“10 Þótt greining Wall geri
ráð fyrir því að bækur með tvíþættu ávarpi séu þróaðri en eldri barnabækur
þarf það þó ekki að útiloka að beita megi öðrum aðferðum til að koma
flóknum skilaboðum til lesenda.
Silja Aðalsteinsdóttir hefur fjallað um frásagnartækni í íslenskum barna
bókum og nefnir þar fyrstu bækur Gunnars Helgasonar, Goggi og Grjóni
(1992) og Goggi og Grjóni í sveit settir (1995) sem dæmi um einfalt ávarp
sem hafi oft þann galla að sögur sem þannig eru sagðar „skorti raunverulega
dýpt“.11 Frásagnaraðferð bókanna um Gogga og Grjóna er ólík Fótbolta
sögunni miklu. Þar segir þriðju persónu sögumaður frá, en hann virðist
samt samsama sig algerlega með strákunum og bernsku viðhorfi þeirra til
heimsins og atburða sem þeir hafa takmarkaðan skilning á.
Fyrstu persónu frásögn Jóns í Fótboltasögunni miklu einkennist líka af