Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 41
Þ e t t a á a ð v e r a F Ó T B O LT A B Ó K ! TMM 2015 · 4 41 Pabbi sagði að þetta hefði verið algjör súper­pakka díll. Fyrst seldum við fólki lakkr­ ísinn svo fólkið fékk niðurgang og neyddist til að kaupa klósettpappírinn líka. Hann ætti að vita það. Hann er með algjört æði fyrir lakkrís og át tvo pakka sjálfur á einu kvöldi. Hann segist ennþá vera með rispur á rassinum eftir klósettpappírinn sem ég var að selja, Hann kaupir bara EXTRA­SÚPER­MEGA­MJÚKAN pappír núna. Og talandi um að skíta á sig […](VíV,9) Barnsleg sögumannsröddin gerir að verkum að brandarar af þessu tagi, sem kannski virkuðu illa með annarri frásagnaraðferð sleppa og rúmlega það. En Jón er (sem betur fer) ekki alltaf í kúk og piss húmornum. Hann hefur líka bókmenntalegan metnað, hann veltir fyrir sér orðunum sem hann notar. Í fyrstu bókinni er hann stundum óöruggur með orðin og við sjáum að hann er að reyna að nota orð sem hann ræður ekki alveg við: „Þannig brýst tap­ sárið út … tapsærið … tapsárnin út, segir mamma“ (VV,10). Hann getur líka klappað sjálfum sér á bakið þegar tungumálið hlýðir honum og skrifin ganga vel, til dæmis þegar beygja þarf erfið orð eða nöfn: „Við hlupum til Arnar (það er sko Örn! Hér er Örn – um Örn – frá Erni – til Arnar!) (VíV, 42). Eftir því sem líður á bókaflokkinn sjáum við líka að Jóni vex ásmegin, ekki bara sem fótboltamanni heldur líka sem sögumanni. Metnaður hans vex og í síðustu bókunum er hann kominn í nokkurs konar bókmenntalegar mútur. Hann reynir að beita tungumálinu á skapandi hátt sem stundum verður til þess að hann teygir sig of langt og röddin verður skræk: „Þegar við komum aftur á staðinn okkar í stúkunni var köttur kominn í ból bjarnar. Eða kannski: Læður komnar í sæti fressa? (Nei, þetta var glatað.)“21 Jón leyfir sér líka ýmsa dirfsku í frásagnaraðferðinni í síðustu bókinni. Eins og hver annar módernisti veltir hann t.d. fyrir sér eigin stöðu sem sögu­ manns: „Nú hefði komið sér vel að vera alvitur sögumaður og vita hvað allir í sögunni voru að hugsa og segja.“ (GíG, 270) Í Aukaspyrnu á Akureyri verður frásögnin líka margradda þar sem Jón lætur öðrum persónum, Eivöru og Ívari, eftir frásögnina í stuttum köflum. Málfarspælingar Jóns og vangaveltur um stíl og frásagnaraðferð minna líka á annað. Hann er barn og seinna unglingur og veit að lesendur hans eru það líka. Þess vegna getur hann ekki leyft sér hvað sem er: „Foreldrar Vals­ manna og þjálfari fóru að hrópa og öskra á dómarann og kalla hann öllum illum nöfnum sem mörg voru svo slæm að ég þori ekki að setja þau hérna því þetta er barnabók.“ (VíV, 145). Jón er ótrúlega vel smíðaður sem sögumaður í barnabók. Maður verður varla var við að fullorðinn söguhöfundur kíki yfir öxlina á honum eins og oft vill verða í barnabókum með fyrstupersónu sögumann. Þetta gerir hann einstaklega viðkunnanlegan og aðlaðandi sögumann, en hitt er þó kannski mikilvægara að þetta gerir ungum lesendum auðvelt að treysta honum og láta hann leiða sig í gegnum erfiðar aðstæður og sára reynslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.