Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 45
TMM 2015 · 4 45 Andrés Eiríksson Hin gula strönd Sinbaðs Sveitin Sligo í lífi og list Williams Butler Yeats Í ár er þess minnst að ein og hálf öld er liðin frá fæðingu írska ljóðskáldsins Williams Butler Yeats, sem fæddist 13. júní 1865.1 Útgefin ljóð hans spanna fimm og hálfan áratug, 1885–1939. Hann er eitt höfuðskálda enskrar tungu tveggja alda og tvennra ólíkra tíma í ljóðagerð. Sé mið tekið af lýðhylli er hann líka ótvírætt Þjóðskáld Írlands. Yeats fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1923, fyrstur Íra.2 Að sögn dómnefndar fékk hann þau fyrir „upptendraða ljóðagerð sem á mikilfenglegan listrænan hátt tjáir anda heillar þjóðar.“ Yeats var enn fremur alhliða menningarstólpi, einn forsprakka hinnar gelísku endurreisnar, þjóðsagnasafnari, leikskáld, stofnandi og stjórnandi þjóðleikhúss Íra. Það er því ekki að undra að stórafmæli skáldsins sé fagnað með pompi og prakt og fjölda menningarviðburða á Írlandi og víðar.3 Mest fagna þó íbúar sýslunnar Sligo og samnefnds höfuðstaðar. Hafa þeir heiðrað minningu Yeats mest allt árið með upplestrum, tónlist, leikfærslum, jafn­ vel íþróttum og matargerð. Sem endranær héldu þeir líka upp á dag Yeats 13. júní og stóðu fyrir alþjóðlegum sumarskóla um skáldið í ágústmánuði.4 Sligo er heimasveit Yeats sem hann elskaði heitar en aðra staði á jarðríki. Þó fæddist hann í Dyflinni, dvaldi aðeins hluta æsku sinnar í Sligo og bjó lengur í Lundúnum en þar. En Sligo var alltaf heima. Þessi grein fjallar um áhrif þessara heimahaga á líf Yeats og list. Hún er jafnframt tillaga að nokkuð greiðri leið inn í ljóðheim hans. Hvetji hún einhvern til að heimsækja Sligo er það bónus. Greininni fylgja tvö þýdd ljóð tengd efni hennar.5 Fræg er sagan af útlenska túristanum sem villtist á írskum sveitavegi, stoppaði bónda nokkurn, nefndi sinn áfangastað og spurði til vegar. Bóndi klóraði sér í hausnum, hugsaði sig um drjúga stund og sagði svo: „Ef ÉG væri að fara þangað myndi ég ekki byrja hér.“ Eins er það með Yeats. Hver sá sem ferðast vill um ljóðheim hans ætti að vera viss um að byrja á réttum stað. Varast skyldi að byrja á MIЭYEATS, ljóðunum frá 1910–30, sem flest tengjast írskum stjórnmálum ellegar dulspekilegum og framandi hugmyndum Yeats um eðli mannsálar, listar og framvindu sögunnar út frá gangi himintungla og hringiðum tímans. Þessi ljóð eru torskilin þeim sem ekki þekkir írska sögu og kenningar Yeats. Betra er að byrja á ELDRI YEATS, ljóðunum 1930–39, sem eru jarðbundnari og óheflaðri svo nálgast alþýðuskáldskap, enda mörg lögð í munn glettnu og kjaftforu sveitafólki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.