Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 48
A n d r é s E i r í k s s o n 48 TMM 2015 · 4 William Pollexfen var reyndar frá Devon á Englandi. Þaðan stakk hann af til sjós tólf ára gamall, sigldi um heimsins höf og eignaðist fljótt sitt eigið skip. Á því sigldi hann til Sligo þar sem hann ílentist og kvæntist náfrænku sinni Elizabeth Middleton. Með mági sínum William Middleton átti hann og rak firmað Middleton & Pollexfen, sem samanstóð af kornmyllum og flota fragtskipa sem sigldu til Bretlands, Ameríku og meginlands Evrópu. Þeir áttu líka Sligo Steam Navigation Company og sigldu eimskip þess Sligo og Liverpool samkvæmt áætlun milli samnefndra bæja. Það voru uppgangs­ tímar í Sligo og þeir mágar umsvifamestu athafnamenn sýslunnar. William Pollexfen var hörkutól, þrekinn, rammur að afli og fúlskeggjaður. Hann krafðist mikils af sjálfum sér og líka af sínum mönnum, en gerði vel við þá sem hann taldi standa sig. Heima fyrir var hann með eindæmum skap­ styggur, þagði ýmist eða skammaðist. „Hann talaði aldrei við neinn,“ sagði Lily Yeats, „hann muldraði, kvartaði og hreytti út úr sér …“13 Flest fólk af ættinni Pollexfen var af svipuðu bergi brotið, sagt vera fámált og þumbaralegt og hafa meiri áhuga á atvinnurekstri og fjármálum en menningu og listum. Það má því nærri geta að samskipti þess og hins málglaða menningarvita Johns Butler Yeats gengu ekki alltaf snurðulaust fyrir sig. Þó fannst John sem í tengdafólki sínu blunduðu lífsviska aldanna og stórbrotnar ástríður bundnar á klafa þagnar og þrjósku. Það var því sem hann sagði: „Með því að tengjast Pollexfenum hef ég gefið sjávarklettunum tungu.“14 Þótt samskiptin væru stundum stirð hafði William sjálfur miklar mætur á afa sínum og ættingjum í Sligo. Þetta fólk gaf honum, systkinum hans og móður, hamingju, rótfestu og öryggi. Hann minntist þess seinna oft í bundnu og óbundnu máli með væntumþykju og kímni. Hann sagði afa sinn aldrei hafa verið vondan við sig, „en það var til siðs að óttast hann og sýna honum lotningu.“15 Elizabeth amma skáldsins var miklu hlýrri og opnari manneskja en bóndi hennar. Enda var hún Middleton að upplagi. Það fólk var mun léttara í lundu, afslappað og aðeins í meðallagi vinnusamt. Enda naut það ættarauðs sem byggði bæði á lögmætum atvinnurekstri og stórfelldu smygli. William Middleton, ömmubróðir skáldsins, bjó í þorpinu Rosses Point norður af Sligobæ. Hann átti allt jarðnæði þar um slóðir og leigði mönnum til atvinnureksturs og búsetu. Sjálfur bjó hann í stórhýsinu Elsinore Lodge sem byggt hafði verið af þeim nafntogaða smyglara og ævintýramanni Black Jack. Þótt dauðir væru héldu hann og menn hans enn til í kjallaranum í Elsinore Lodge og höfðu þar háreysti um nætur, eins og William Butler Yeats vottaði. Hann dvaldist oft hjá þessu frændfólki sínu og líkaði vel, enda það skraf­ hreifið og skemmtilegt. Þarna bjó strákurinn Henry Middleton, jafnaldri Yeats og leikfélagi, sem og hin rammskyggna Lucy Middleton, sem Yeats sagði að væri „eina nornin í fjölskyldunni.“16 Middletonfólkið hafði brenn­ andi áhuga á þjóðlegum fróðleik. Það virtist hafa fátt annað að gera en að heimsækja leiguliða sína, sjómenn og kotbændur, og skiptast á sögum um álfa og drauga. William litli var með í för og hlustaði agndofa. Seinna sagði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.