Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 55
H i n g u l a s t r ö n d S i n b a ð s TMM 2015 · 4 55 en að bökkum Lough Gill. Þar svaf hann um nóttina, vaknaði kaldur og slæptur og snéri heim, varð fyrir vikið aðhlátursefni sveitunga. Hugmyndin var að einhverju leyti komin frá Henry Thoreau og bók hans Walden, sem John Butler Yeats las fyrir son sinn barnungan. Þessi bandaríski faðir borgaralegrar óhlýðni dvaldi í rúm tvö ár sem einbúi í Walden í Concord, Massachusetts. Strákurinn Yeats hreifst af og dreymdi um einlífi, sem hann samsamaði skáldlegu og dyggðugu líferni. „Mér fannst að þegar ég hefði sigrast á líkamlegum fýsnum og hneigð huga míns til kvenna og ásta, bæri mér að lifa sem Thoreau og leita visku.“41 Hvernig sem framvinda sköpunar ljóðsins var í smáatriðum er nokkuð víst að vatnið í búðarglugganum gaf því líf. Þar blönduðust saman hin gamla löngun í einlífi, þráin eftir Sligo og hatrið á Lundúnum, svo að úr varð snilldar ljóð. Vatnið er því bæði upphaf ljóðsins og endir: I will arise and go now, for always night and day I hear lake water lapping with low sounds on the shore; While I stand on the roadway, and on the pavements grey, I hear it in the deep heart’s core. Ljóðið um Innisfree er ólíkt öðrum ljóðum Yeats um Sligo frá þessum tíma. Það byggir á firðinni, þrá skáldsins eftir Sligo og tilheyrandi sorg. Öll hin byggja á nándinni, veru skáldsins í Sligo og tilheyrandi gleði. Sú gleði tengist samverunni við íbúa sveitarinnar, bæði mannfólk og álfa. Þessir íbúar fylla bókina The Celtic Twilight. Landið sem hjartað þráir Frá 1888 til 1892 ritstýrði Yeats fjórum bókum með þjóðsögum sem að mestu voru skráðar af öðrum. Aðeins ein er örugglega skráð af honum sjálfum. Hins vegar leggur hann til ýmislegt ítarefni, þar á meðal sitt eigið flokkunarkerfi á álfum.42 Einnig gaf hann út tvær bækur með „frum­ sömdum“ þjóðsögum, sögum úr hans eigin penna en byggðum á þjóðsögum hvað varðar efni, persónur og frásagnarmáta.43 Í The Celtic Twilight eru hins vegar eingöngu sagnir sem Yeats skráði sjálfur úr munnlegri geymd og skáldaði hvergi að eigin sögn.44 Þessi bók er vafalaust merkasta framlag Yeats til þjóðlegra fræða. Hún er þó í engu vísindaleg. Þjóðfræði sem akademísk fræðigrein var enn í burðarliðnum. Yeats þekkti sumar kenningar hennar um túlkun og flokkun þjóðsagna, fannst oftast lítið til koma og virti aðferða­ fræðina að vettugi.45 Í The Celtic Twilight er margt á huldu með heimildar­ menn og vettvang. Þó má áætla að um helmingur kaflanna snerti Sligo og svæðið á sýslumörkum Sligo, Leitrim og Donegal. Þessum sögum safnaði Yeats þegar hann dvaldi í Sligo 1887 og síðan öðru hvoru næstu fjögur árin. Heimildarmenn voru alþýðufólk á þessum slóðum, oftast tvítyngt og gat því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.