Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 68
68 TMM 2015 · 4 Gerður Kristný Kross Nýi enskukennarinn var stuttklippt kona í heimaprjónaðri peysu. Hún rigsaði sjálfsörugg inn í skólastofuna, heilsaði okkur hraðmælt og kynnti sig sem „Selmu enskukennara“. Því næst dreifði hún verkefni um stofuna og sagði að þar sem við værum að sigla inn í unglingsárin hlyti okkur að vera treystandi til að vinna saman í hópum án þess að allt færi í kjaftagang. Eyrnalokkar dingluðu í eyrunum á henni og armbönd hringluðu þegar hún rétti okkur blöðin. Röddin var svo ákveðin að bekkjarsystkini mín tóku hana á orðinu og drógu sig saman í hópa án teljandi skarkala. „Hlustarðu á Pink Floyd?“ spurði Selma hvöss. Það tók mig fáeinar sek­ úndur að átta mig á að hún væri að tala við mig. Bekkurinn fylgdist með. „Æ, ég bara fann þetta,“ sagði ég heit í kinnunum og greip ósjálfrátt um merkið sem ég bar í hjartastað. Ég hafði fundið það í búningsklefanum í sundi og hirt það. Samt hafði ég aldrei heyrt neitt lag með Pink þessum. Ég var reyndar með tvö barmmerki. Á hinu stóð „I hate school“. Eins og mér fannst nú oft gaman í skólanum. Gott að Selma spurði mig ekkert um það. Eyrnalokkarnir hennar reyndust vera písmerki. Það ríkti líka óvenjumikill friður í skólastofunni. Kannski er meiri friður þar sem einráður fer með allt vald. „Ætlar þú ekki að vinna með neinum?“ spurði Selma. Ég skimaði stressuð í kringum mig. Hildur, besta vinkona mín, grúfði sig yfir verkefnið sitt og var þegar komin niður hálfa síðuna. Ekki vildi ég trufla hana. „Hún má vinna með okkur,“ sagði Steina þar sem hún sat aftast í stofunni við hliðina á bestuvinkonu sinni, Olgu. Þær höfðu bimbirimbirimbað sig saman í gegnum lífið síðan ég kom glæný í sjö ára bekkinn. Það var alltaf borin ómæld virðing fyrir bestuvinkonum og þeir sem unnu verkefni með þeim eða hoppuðu með í parís vissu að þeir voru aðeins velkomnir um stundarsakir. Ég hafði aldrei áður sest hjá þeim, enda hafði ég aldrei þurft þess. Þegar ég byrjaði í bekknum hafði kennarinn ákveðið að við Hildur yrðum vinkonur og síðan höfðum við setið nálægt hvor annarri og verið samferða úr og í skóla. Samt vorum við svo ólíkar. Hildur horfði aldrei á sjónvarp svo ég gat aldrei talað við hana um Dallas. Hún gat heldur ekki talað um sveitina sína
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.