Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 72
G e r ð u r K r i s t n ý 72 TMM 2015 · 4 útvarpinu. Ég hristi höfuðið eilítið svo mamma sæi hvernig vetrarsólin sem smeygði sér veikburða í gegnum stórisana lék í málminum. Kannski var það þessi auma birta sem fékk hana allt í einu til að líta beint í augun á mér. Ég mundi ekki hvenær hún hafði gert það síðast. Þótt augnlokin væru þung eins og exi á höggstokk virtist hún samt sjá mig. Ósjálfrátt hélt ég niðri í mér andanum. „Ertu búin að læra?“ spurði mamma og það var eins og munnurinn á henni væri fullur af bómull. En þar með var áhuginn líka liðinn hjá. Lengra dreif hann einfaldlega ekki. Hún minntist ekki á lokkana en mér var alveg sama. Eitt andartak hafði hún í alvörunni séð mig. Og, jú, ég var búin að læra jafnvel þótt ég vissi að sem unglingur ætti ég ekki að demba mér í heimalærdóminn fyrr en helst seint á kvöldin. Best var auðvitað að dragast almennilega aftur úr bekknum. Það var alvöru. Daginn eftir angaði úlpan hennar Hildar af hlýlegri hestalykt. Hún þurfti ekkert að segja mér hvað helgin hafði verið skemmtileg hjá henni. Þegar hinir krakkarnir töluðu um hvað drifið hafði á daga þeirra, hvaða myndir þeir höfðu leigt eða hvern þeir höfðu heimsótt átti ég erfitt með að hnoða því saman í orð sem helst hafði gerst hjá mér. Ég sagðist því bara hafa horft á sjónvarpið og sofið mikið. Unglingar sváfu jú oft mikið. Nýju eyrnalokkarnir vöktu enga sérstaka athygli hjá Hildi. „Þeir eru skrítnir,“ sagði hún og fitjaði aðeins upp á nefið. Sjálf var hún ekki með nein göt í eyrunum. Í löngu frímínútunum bældi ég niður boðflennutilfinninguna og gerði mér ferð yfir til Steinu og Olgu þar sem þær stóðu úti undir vegg í skjóli fyrir rokinu. „Ég var að kaupa þá,“ æpti ég í gegnum hviðurnar og reif af mér hettuna svo dýrðin blasti við. „Hvar?“ vildi Olga vita og ég sagði henni að ég hefði farið ofan í bæ eftir skóla á föstudaginn. „Bara ein?“ spurði hún. Ég kinkaði kolli og vonaði að lokkarnir tækju sig vel út í hríðinni. Olga og Steina horfðu athugular á mig undan alveg eins skíðahúfum. Þögnin var löng og djúp. Skyndilega fór fram svo greinilegur hugsanaflutningur á milli þeirra að það lá við að loftið gneistaði og það sem meira var, þá opnaðist allt í einu fyrir aðganginn að rásinni. Ég gat skilið það sem þeim fór á milli: Ég hafði gengið of langt. Ég hafði farið ein í bæinn. Ég hafði tapað. Síðan lokaðist aftur fyrir rásina. Í stelpuheimum gerði engin neitt ein síns liðs. Stelpur áttu að eiga fullt af vinkonum að bimbirimbirimba sig með. Þær áttu að fara um í torfum. „Ég man ekki eftir að þú hafir talað um að þú ætlaðir,“ sagði Olga og strauk hendi í gegnum hártoppinn. „Nei, mér datt bara allt í einu í hug að fara í bæinn,“ sagði ég. „Svo átti ég strætómiða.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.