Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 74
74 TMM 2015 · 4 Ástráður Eysteinsson Tungan svarta Að nema nöfn rósarinnar Án auga sem les hana, geymir bókin aðeins tákn sem ekki ala af sér hugtök, og því er hún þögul. Vilhjálmur af Baskerville Svört er ég, og þó yndisleg […] Ljóðaljóðin Fram að þessu hafði ég haldið að hver bók talaði um hluti, mannlega eða guð­ dómlega, sem standa utan við bækurnar. Nú varð mér ljóst að ósjaldan tala bækur um bækur, eða fremur væri því líkast að þær ræddust við. Í ljósi þessara hugleiðinga virtist mér bókasafnið enn viðsjálla. Það var þá vettvangur langdregins og verald­ legs hvískurs, umræðu sem varla heyrist frá bókfelli til bókfells, lifandi hlutur, safnker máttar sem mannlegur hugur gat ekki hamið, fjársjóður leyndarmála sem komin voru úr ótal hugum, og höfðu lifað af dauða þeirra sem höfðu fætt þau af sér, eða fleytt þeim áfram. Svo mælir munksveinninn og sögumaðurinn Adso í skáldsögu ítalska rit­ höfundarins og fræðimannsins Umberto Eco, Il nome della rosa, sem út kom 1980, eða Nafni rósarinnar eins og hún heitir í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálmssonar sem birtist 1984 og hér er vitnað til.1 Bókasafnið sem fjársjóður leyndarmála – þetta safn er að einhverju leyti til í huga sérhvers manns; öll göngum við um með lifandi en óreiðukennt safn brota – minninga, mynda, tilfinninga, texta, bóka – sem tala saman í kolli okkar. Bókafólk er stundum spurt um eftirlætisbækur sínar. Svörin eru líklega oft býsna ritstýrt úrval, stundum samkvæmt hugmyndum svarandans um eigin frumleika (hann reynir þá að finna til eitthvað utan alfaraleiðar), eða þau fela í sér staðfestingu á kanón, hefðarveldi, sem er óhjákvæmilega aðfengið og maður á með öðrum. Hugsanlega er auðveldara að gefa einlægt svar sé spurt hvaða verk hafi markað dýpst spor í lestrar reynsluna, eins og minnið heldur henni til haga; semsé hvaða verk hafi verið afdrifaríkust á hverjum tíma. En bókasafnið í huga okkar má líka skoða sem einskonar bókmenntasögu, og þegar farið er að hugsa þannig um „safnkerið“, vaknar spurning um það hvaða bækur geti talist mælistikur á þá bókmenntasögu sem maður „lifir“, vörður á lestrarævi manns, eins misglöggur og sá vitnis­ burður getur þó vissulega verið um bókmenntalífið á hinum ýmsu skeiðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.