Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 76
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
76 TMM 2015 · 4
sjálfs um táknfræði. Ég hef greinilega mænt á ýmis ummæli söguhetjunnar
Vilhjálms af Baskerville, fjölfróðs, ensks fransiskanamunks og fyrrum rann
sóknardómara, um táknheiminn og ráðningu táknanna út frá ákveðinni
samhengisrýni og tilgátuferli. Ég efast um að ég hafi leitt hugann að því að
þar með var ég, sem sjálfur var nemi í mínum fræðum – og í öðru riti hefur
Eco einmitt líkt bandarískum háskólum við klaustur3 – um sumt í hlutverki
miðaldapiltsins Adso, fylgisveins og aðstoðarmanns lærimeistarans enska,
sem kominn er í keisaralegu umboði til klausturs á norðanverðri Ítalíu til að
taka þar þátt í mikilvægri ráðstefnu um samskipti veraldlegra og trúarlegra
valdahópa í Evrópu á því herrans ári 1327.
Vilhjálmur, sem sannar glöggskyggni sína í ráðningu tákna í upphafi
sögunnar, er fenginn til að kanna dauðdaga munks nokkurs í klaustrinu, og
síðan fjölgar líkunum og ljóst að einhver er á staðnum sem styttir mönnum
aldur af einhverjum ástæðum. Þar með er kominn kunnur glæpasagna
bragur á verkið og sitthvað minnir á raðmorð hjá Agöthu Christie og annað
á rannsóknarvinnu Sherlocks Holmes. Eco er síður en svo að fela þau tengsl,
því að með heitinu „Baskerville“ minnir Vilhjálmur á skáldsögu Arthurs
Conans Doyles, The Hound of the Baskervilles, þar sem Sherlock Holmes og
aðstoðarmaður hans, Dr. Watson, rannsaka og leysa morðgátu. En nafnið
„Vilhjálmur“ undirstrikar á hinn bóginn tengsl rannsakandans við Vilhjálm
af Ockham, sem uppi var á þessum tíma og sem vitnað er til í skáldsögunni,
en hann var einmitt enskur fransiskanamunkur og mikilvægur hugsuður í
trúmálum, heimspeki og stjórnspeki og er kunnastur fyrir reglu sína um til
gátur sem kennd er við hann og rakhníf, og snýst um að velja ekki flóknari
útskýringar á fyrirbærum en þörf er á hverju sinni.
Með því að tefla saman Vilhjálmi af Ockham og Sir Arthur Conan Doyle
bregður Eco á kaldhæðnislegan leik, þarsem miðaldatrúspekingur er fulltrúi
rökhyggjunnar í samfloti við nútímahöfund sem sviðsetti rökvísar lausnir í
glæpasögum en var jafnframt spíritisti og ákafur leitarmaður skilaboða frá
handanheimum. Hvernig sem því er varið, er ljóst að Eco kemur meðvitað
í kring samslætti menningarheima, sem gjarnan hefur verið talið einkenni
póstmódernisma, og hér má segja að hann geri það yfir tímans haf, með
því að leggja glæpasöguna, þetta afþreyingarform nútímans, yfir söguheim
mennta og hámenningar á miðöldum.4 Ekki skrýtið að Eco skyldi vera ákaft
spurður um það hvort þessi skáldsaga gæti talist dæmi um „hið opna verk“,
en svo heitir fræðibók sem hann hafði birt 1962 (Opera aperta), þar sem
hann heldur fram hlut róttækrar, andhefðbundinnar fagurfræði og kennir
við „opinn texta“ en „lokaður texti“ er þá hvers kyns formúlubókmenntir og
annar texti sem fellur í fyrirfram mótaðar skorður.
Þegar Eco skrifaði litla bók með athugagreinum um Nafn rósarinnar,
Postille a Il nome della rosa, fáeinum misserum eftir að skáldsagan kom út,
kvaðst hann ekki vilja svara þessari fáfengilegu spurningu, en ljóst er af máli
hans í kverinu að hann gerir sér vonir um að hið opna form sé enn virkur