Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 77
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 77 fagurfræðifræðilegur þáttur, en að samtímalist þurfi að takast á við ýmis menningarform sem byggja á formúlum, endurtekningum og fastmótuðum hefðum. Hann gerir glæpasögunni sérlega hátt undir höfði í því sambandi og segir hana heimspekilegustu og frumspekilegustu gerð hinna fastmótuðu flétta („plotta“) sem sækja megi fyrirmyndir til.5 Miðaldasagan og glæpasagan gefa Eco færi á að fást við ýmis samtímaefni fræðaheims síns í Nafni rósarinnar. Þar sem ég sat í nútímaklaustri mínu og las skáldsögu hans dáðist ég að því hvernig hann útfærir þarna nútímalegar hugmyndir um táknin sem geiga í vísun sinni en grípa í næsta tákn og geta myndað heilt völundarhús ef ekkert stöðvar skriðið. Hið mikla bókasafn klaustursins er hannað í senn sem heimskort og völundarhús og þótt hug­ myndir um slík mannvirki megi rekja til fornaldar, eiga þær sér fulltrúa í sögunni, hinn aldna munk Jorge af Burgos, sem tengir þær beint inn í skáldskaparheim 20. aldar. Hann er nefnilega í senn tvífari og andhverfa argentínska rithöfundarins og landsbókavarðarins Jorge Luis Borges – báðir sjónblindir en skarpskyggnir og uppteknir af bókasafninu sem völundarhúsi og heimsmynd í senn. Öndvert við skáldið Borges, sem bregður í sögum sínum á leik með heimildasöfn og heimskort, kostar munkurinn Jorge kapps um að hindra aðgang að ýmissi þekkingu sem bókasafnið geymir, einkum og sér í lagi að síðara bindinu af skáldskaparfræði Aristótelesar, sem taldist glatað en er þarna til í einu eintaki: bókin um hláturinn, íróníuna, kóm­ edíuna; bókin um virðingarleysið gagnvart öllum heilögum sannleika og kennisetningum. Þarna lendir saga Ecos í óbeinum samræðum við kunna bók rússneska fræðimannsins Mikhails Bahktins um skáldverk Rabelais og um karne­ valið og hláturmenningu miðalda. Bók Bahktins kom út á frummálinu 1965 og var mjög til umræðu meðal fræðimanna á Vesturlöndum um það leyti er Eco ritar skáldsögu sína.6 Kenningar Bahktins um margröddun og samræðutengsl eru jafnframt í bakgrunni „textatengsla“, eins helsta hugtaks póststrúktúralismans frá og með síðari hluta sjöunda áratugarsins.7 Í þá ver­ sjón skáldsögunnar sem ég las fyrst hef ég einmitt párað „intertextuality“ á spássíu við enska gerð textans um samtal bókanna sem vitnað er til við upphaf þessarar greinar. Í fyrrnefndu kveri sínu um skáldsöguna leggur Eco sjálfur áherslu á þessa hlið verksins, jafnvel svo að ætla mætti að verkið væri nær samfellt safn tilvitnana úr ýmsum áttum. Sé þessum skilningi fylgt fast eftir mætti vafalaust telja textatengslin í Nafni rósarinnar til vitnis um sjálfsöguleg einkenni verksins; þetta sé það sem á sumum málum er nefnt „metafiksjón“, saga sem fjallar um sagnagerð og þar með líka um eigin til­ urð og samsetningu, og þá erum við komin í nánd við það sem sumir hafa talið listræna blindgötu póstmódernismans: sjálfhverfu og takmarkalitla afstæðishyggju, þar sem erfitt er að ná gagnrýnum tökum á nokkurri túlkun. Þetta er vitaskuld ekki skilningur Ecos sjálfs, þótt hann segist hafa klætt sumar nútímatilvitnanir sínar (t.d. í Wittgenstein) í orðræðubúning miðalda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.