Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 81
Tu n g a n s va r t a TMM 2015 · 4 81 árum og niðurstaða hennar er sú að Thor takist „að vera tryggur textanum og að gera sig sýnilegan í þeim snilldarstílbrögðum sem einkenna íslenska textann.“11 Sýnileiki Orðalag Violu er athyglisvert, því að oft virðast þýðingar ekki mjög sýnilegur hluti af bókmenntasögu okkar. Hvaða máli skyldi Nafn rósarinnar skipta í sögu bókmenntasköpunar á íslensku? Íslensk gerð verksins birtist á frjóu skeiði sagnaþýðinga á íslensku; tímabili sem nær frá seinni hluta áttunda áratugarins og a.m.k. fram undir aldamót. Meginsérkenni áratugarins þar á undan (frá og með 1966) felst hinsvegar í módernískum brautryðjenda­ verkum í frumsaminni skáldsagnagerð, verkum eftir Guðberg Bergsson, Thor Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, Steinar Sigurjónsson og fleiri. Nýraun sæið sem áberandi varð í innlendri sagnagerð á áttunda áratugnum virðist venda sér í þveröfuga átt, en myndin af því sem gerist eftir hin módern ísku umbrot í sagnalistinni er flóknari en svo að hægt sé að meta hana út frá skarpri tvíhyggju. Það eru ekki síst hræringar í þýðingum sem skapa deiglu á þessu tímabili endurskoðunar og úrvinnslu og valda því að nú fer ýmsum sögum fram í senn. Nokkur af þekktustu sagnaverkum módernismans birtust á íslensku á umræddu árabili, meira að segja Ulysses eftir James Joyce, í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, en einnig verk sem gjarnan eru talin til aðdraganda módernismans, til dæmis skáldsögur Dostójevskís, flestar þýddar af Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem og klassísk verk frá fyrri öldum, t.d. Gargantúi og Pantagrúll eftir fyrrnefndan Rabelais í þýðingu Erlings E. Halldórssonar og Don Kíkóti eftir Cervantes í þýðingu Guðbergs Bergssonar, og síðast en ekki síst heildarútgáfa leikrita Shake­ speares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Það er líkt og verið sé að sækja ýmis veigamikil brot úr heimsbókmennt­ unum og færa inn í íslenskan bókmenntaheim – verk sem gjarnan eru talin skipta miklu fyrir skilning á nútímabókmenntum á Vesturlöndum. En á sama tíma eru einnig þýdd nýleg verk. Þótt enn sé margt órannsakað á þessu skeiði, er að sjá sem unnið hafi verið að því að „þétta“ sögu bókmenntanna á íslensku og leita þó um leið uppi „samtímaleika“ í alþjóðatengslum bók­ menntanna. Þegar þýðing Guðbergs Bergssonar á Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Marquez birtist árið 1978 voru liðin ellefu ár síðan verkið kom út á spænsku, en áhrif þess voru enn að breiðast út og skýrast, fyrir tilstilli þýðinga á fjölda tungumála, og þessi skáldsaga opnaði mörgum nýja vídd, þar á meðal ungum íslenskum rithöfundum. Nafn rósarinnar var svo einungis fjögurra ára þegar Thor þýddi hana 1984. Þannig þýða tveir af lykil­ höfundum módernismans í íslenskri sagnalist nýlegar erlendar skáldsögur þar sem leitast er við að draga lærdóm af módernismanum og tempra hann jafnframt á nýju stefnumóti við sagnahefðir. Í viðtali sem tekið var við Guð­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.