Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 82
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 82 TMM 2015 · 4 mund Andra, son og aðstoðarmann Thors, þegar Nafn rósarinnar var bók vikunnar hjá RÚV, sagði hann að glíman við Eco hefði leyst Thor úr vissum læðingi; hjálpað honum að endurnýja sköpunarkraft sinn á óræðum tíma á ferlinum.12 Það er alltaf erfitt að meta áhrif í bókmenntum og öðrum listgreinum og minnir sú viðleitni stundum á djarfan líkindareikning, en sennilegt má telja að skáldsaga Ecos hafi leikið umtalsvert hlutverk í viðgangi glæpasagna og sögulegra skáldsagna síðustu áratugi, og átt þátt í að skapa þessum sagna­ greinum aukna athygli og virðingu, hvort sem einstök verk halda sig á hefð­ bundnum slóðum eður ei. Ecoþýðingin hefur að öllum líkindum gefið Thor byr er hann réðst í sín næstu frumsömdu sagnaverk – Grámosinn glóir (1986) og Náttvíg (1989) – en kann einnig að hafa hvatt hann til eigin fangbragða við miðaldir, svo sem sjá má í Sturlungusögunum Morgunþulu í stráum (1998) og Sveig (2002). Thor er vitaskuld sinn eigin herra í þessum verkum, og mestu líkindin við skáldsögu Ecos eru í hinni fagurfræðilegu afstöðu í Grámosanum og Sturlungusögunum, þar sem frásögn er spunnin um sögu­ legar aðstæður og atburðarás, en framsetning og stílbrögð eru samt opin og ögrandi, til dæmis í vinnu höfundarins með mörk ytri framvindu og skynj­ unar, hugarlífs, lífsreynslu. Endurfundir Framar á þessum blöðum vék ég að endurnýjuðum kynnum mínum við Nafn rósarinnar í fyrra. Þá hafði ég ekki skyggnst í bókina síðan snemma á tíunda áratugnum er ég las þýðingu Thors með hópi háskólanema. Klaustur­ heimurinn var gamalkunnur en einnig ferskur, að hluta til vegna þess að hann stjórnast ekki af hagkvæmnishugmyndum hinnar hröðu kynningar, sem hefur haft áhrif á sagnagerð samtímans, en þó vitaskuld enn meir á kvikmyndagerðina. Sagan fer hægt af stað og Eco er djarfur að þétta söguheiminn snemma, ekki síst með allmiklum fjölda persóna, sem sumar eru á vettvangi en aðrar birtast í umræðum um hið sögulega baksvið. Eco hefur raunar nefnt að vinir og ritstjórar sem lásu handrit hans hafi ráðlagt honum að stytta og draga saman efnið á fyrstu hundrað blaðsíðunum; þær væru þungar og krefjandi. Hann kveðst hafa neitað umsvifalaust. Ef einhver ætlaði að koma inn í klaustrið og dvelja þar í sjö daga yrði sá hinn sami að sætta sig við lífstaktinn á staðnum.13 En það er líka spennandi að velta fyrir sér hvernig maður „dvelur“ með öðrum hætti í sögum við endurfundi. Maður fylgist öðruvísi með persónum, hugsanlega vegna þess að byggt er á fyrri kynnum, en væntanlega einnig vegna þess að sjálfur hefur maður breyst í tímans rás. Nú velti ég meira en áður fyrir mér samfylgd og tengslum Vilhjálms og Adsos. Þeir eru ferða­ félagar og ungi aðstoðarmaðurinn nýtur leiðsagnar hins valinkunna og reynslumikla fræðara. Þarna vinnur Eco með klassískar fyrirmyndir, þ.e. tvo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.