Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 88
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 88 TMM 2015 · 4 betur út í umheiminn, meðal annars þau rit sem bregða á leik með trúar­ brögðin (rit sem fara jafnvel með dár og spé um þá þætti þeirra sem aðrir telja heilaga) og ekki síst skáldskaparfræðirit sem greina satíruna, kómedíuna og hlutverk hlátursins. Því eins og Vilhjálmur segir: „Bækur eru ekki gerðar til þess að trúa þeim, heldur til þess að rannsaka“ (296). En þarna lýstur honum saman við helsta talsmann öndverðra viðhorfa, varðmann hinnar „hreinu“ trúar, Jorge af Burgos, sem hikar ekki við að drepa samferðamenn sína til að fyrirbyggja að ákveðin rit fari í umferð. Einnig þarna hittir bók Ecos beint í hjartastað samtímans. Nokkrum árum eftir útkomu Nafns rósarinnar hlaut skáldsaga Salmans Rushdies, Söngvar Satans (1988), fordæmingu Khomeinis erkiklerks Írans fyrir að draga dár að Kóraninum og höfundurinn var lýstur réttdræpur. Rushdie fór í felur, en ráðist var á þýðendur bókarinnar og einn þeirra myrtur. Bókin og allt fárið sem skapaðist í kringum hana kallast kröftuglega á við skáldsögu Ecos. Jorge var mættur til starfa á nýjum stað. Og svo við færum okkur enn nær líðandi stund, þá er ekki langt síðan gríðarlegt uppnám varð vegna spaugmyndbirtinga Jyllands­Posten af Múhameð spá­ manni og flestum mun í fersku minni þegar ráðist var, í byrjun þessa árs, inn á ritstjórnarskrifstofur franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo. Árásarmennirnir myrtu 12 einstaklinga og særðu nokkra að auki. Slík grimmdarviðbrögð í nafni trúarbragða er víða að finna í sögu kristn­ innar og í bók Ecos – einkum kappræðum þeirra Vilhjálms og Jorge – má finna ýmis þau rök sem mest ber á þegar árekstur verður á milli þess sem bókstafstrúarfólk telur til helgidóms og þess sem telst guðlast, svívirðing, satíra, gagnrýni í formi skopfærslu, almennt spaug eða tjáningarfrelsi, allt eftir því hvert sjónarhornið er. Ýmsar spurningar vakna um staði og stundir satíru og spaugs, um tengsl trúarbragða og valds, og um það hvernig hátta megi samskiptum veraldlegra og trúarlegra samfélagshópa – en það er ekki einfalt verkefni í fjölmenningarsamfélögum okkar tíma. Ekki finnast einhlít svör við slíkum spurningum í bók Ecos, þótt for­ vitnilegt sé að rekja þræði milli tímasviða í henni; milli miðaldaheims kaþólskunnar, þar sem trúarbrögðin eru enn meginstraumur í samfélaginu, og ritunartímans í veraldlegu samfélagi, þar sem ekki varð séð fyrir að önnur trúarbrögð ættu eftir að verða jafn þungvæg í „heimsmálunum“ og raunin varð (jafnvel þótt trúarbyltingin í Íran hafi átt sér stað skömmu áður en bók Ecos kom út og Khomeini erkiklerkur farinn að láta að sér kveða). Hin veraldlega snerting Nafn rósarinnar gerist á trúarvettvangi en hún er veraldleg bók, verk sem gerir ráð fyrir frelsi lesandans, forvitni hans og virkri þátttöku í tilurð og galdri þess merkingarheims sem rís af sögunni og þar með einnig af rústum alls sem brennur og hrynur í henni. Regla klaustursins, tími þess og heims­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.