Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 91
Tu n g a n s va r t a
TMM 2015 · 4 91
fyrir lygi. En einmitt þessi eitraða, svarta tunga flytur okkur sannindi um
ástríður og merkingarþunga þessa verks; hún verður margbrotið og um sumt
mótsagnakennt tákn um fórnir og baráttu fyrir óheftum skilningi, fróð
leiksþrá og frjálsri tjáningu í heimi ofbeldis.17 Tungan svarta tengist mörgu
í táknheimi skáldsögunnar, meðal annars nóttunni – „áhugaverðustu hlut
irnir gerast á nóttunni“ segir Vilhjálmur (250) – blindunni (Vilhjálms ekki
síður en Jorges), hananum og kettinum og svartagaldi, stúlkunni svörtu og
ástinni. Bók Ecos – og þýðing Thors – mælir á þessari svörtu tungu.
Tilvísanir
1 Umberto Eco: Nafn rósarinnar, þýð. Thor Vilhjálmsson, Reykjavík: Svart á hvítu 1984, bls. 268.
Hér eftir verður vísað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls.
2 Stefán Hörður Grímsson: „Að farga minningu“, Ljóðasafn, Reykjavík: Mál og menning 2000,
bls. 145.
3 Umberto Eco: „The Return of the Middle Ages“, Travels in Hyperreality, þýð. William Weaver,
London: Picador 1987, bls. 59–85, tilvitnun bls. 83.
4 Sbr. grein mína „Hvað er póstmódernismi? Hvernig er byggt á rústum?“, sem birtist fyrst í
Tímariti Máls og menningar 1988 (4. hefti) og síðar í bókinni Umbrot. Bókmenntir og nútími,
Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, bls. 369–401.
5 Umberto Eco: Postscript to The Name of the Rose, þýð. William Weaver, San Diego: Harcourt
Brace Jovanovich 1984, bls. 73 og 53.
6 Kafli úr Rabelaisbók Bakhtíns, „Ímyndir veislunnar hjá Rabelais“, hefur birst á íslensku.
Mikhail M. Bakhtín: Orðlist skáldsögunnar. Úrval greina og bókakafla, þýð. Jón Ólafsson, ritstj.
Benedikt Hjartarson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 2005, bls. 91–117.
7 Um textatengsl hef ég fjallað í greininni „Mylluhjólið. Um lestur og textatengsl“, sem birtist
fyrst í Tímariti Máls og menningar 1993 (4. hefti) og síðar í bókinni Umbrot. Bókmenntir og
nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, bls. 402–416.
8 Sjá Postscript to the Name of the Rose, bls. 73–77, einkum bls. 76–77.
9 Eco: „The Return of the Middle Ages“, bls. 64–65.
10 Umberto Eco: Il nome della Rosa, Mílanó: Bompiani 1984, bls. 15. The Name of the Rose, þýð.
William Weaver, New York: Warner Books 1984, bls. xviii.
11 Viola Miglio: „Tryggð í þýðingum. Nafn rósarinnar á ítölsku og íslensku“, Heimur skáld
sögunnar, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands
2001, bls. 329–336; tilvitnun á bls. 336.
12 Bók vikunnar, RÚV – Rás 1, 4. október 2014.
13 Eco: Postscript to the Name of the Rose, bls. 41.
14 Þ.e.: „Án auga sem les hana, geymir bókin aðeins tákn sem ekki ala af sér hugtök, og því er hún
þögul“ (370).
15 „Semiotics is concerned with everything that can be taken as a sign. A sign is everything which
can be taken as significantly substituting for something else. This something else does not
necessarily have to exist or to actually be somewhere at the moment in which a sign stands in
for it. Thus semiotics is in principle the discipline studying every which can be used in order to lie.
If something cannot be used to tell a lie, conversely it cannot be used to tell the truth: it cannot
in fact be used „to tell“ at all.“ Umberto Eco: A Theory of Semiotics, Bloomington: Indiana
University Press 1979, bls. 7.
16 Jón Karl Helgason: „Skáldskaparfræði, speglar og miðaldir“, Hugrás, 14. okt. 2015 (http://
hugras.is/2015/10/skaldskaparfraedispeglarogmidaldir/). Helga Kress: „Staðlausir stafir.
Um slúður sem uppsprettu frásagnar í Íslendingasögum“, Skírnir, vorhefti 1991, bls. 130–156.
Greinin er endurprentuð í bók Helgu, Fyrir dyrum fóstru (1996).
17 Skrifa mætti langt mál um táknræna umgjörð hinnar svörtu tungu í skáldsögunni. Jorge setur
eitur á spássíur rits sem hann telur að geymi vanhelgan og hættulegan, semsagt „eitraðan“,