Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 97
B ó k a k a s s i n n TMM 2015 · 4 97 *** Ég hrökk upp í fáránlegri stellingu. Útlimirnir flæktir saman í hálfgerða slaufu. Hálsrígur. Höfuðverkur. Hvar var ég aftur? Æ já: Biskops Arnö, Svíþjóð. Klukkan ekki nema sirka þrjú að nóttu. Ég bylti mér í rúma klukkustund, árangurslaust, vissi vel að nú gæti ég ekki sofið meira, samt var ég ennþá dauðþreyttur. Úti var þetta dularfulla, bjarta, norræna sumarrökkur sem ég hafði saknað en hélt nú fyrir mér vöku, virkaði framandi og skrítið. Enn varð mér litið undir skrifborðið: Var ég að verða geðveikur eða bárust úr bókakassanum þung slög, hljóð sem minntu á hjartslátt eins og í The Tell­Tale Heart eftir Edgar Allan Poe (þegar hjarta hins myrta slær enn inni í veggnum); höfðu þessi hljóð vakið mig? Gátu kannski allir heyrt þessi slög í bókunum mínum? Myndu hinir gestirnir á eyjunni kannski bráðlega byrja að banka á dyrnar hjá mér og æpa: Skrúfaðu niður í þessum hávaða! Við getum ekki sofið! Loks gafst ég upp, klæddi mig og flúði út í hressandi sumarloftið. Mölin brakaði undir strigaskónum. Ég velti því fyrir mér hvort nokkrir aðrir væru einnig andvaka, gægðust jafnvel pukurslega út til mín þar sem ég fetaði mig milli fallegra, gamalla húsa, ýmist rauðra eða rjómagulra með dökkmál­ uðum þökum. Kannski sátu hinir ungu höfundarnir einnig andvaka í herbergjunum sínum og hömuðust við að slá inn tilfinningarík ljóð á fartölvurnar sínar? Ég fylgdi bílveginum sem tengdi eyjuna við meginlandið og steig þar út á litla, dúandi viðarbryggju. Við bryggjustólpann lá bundinn hvítur árabátur og í botninum var svolítið af vatni og ljósgrænu slýi. Ég horfði lengi út yfir örþunnt mistrið sem sveif yfir vatninu. Á ljósbláum himninum ljómaði hálft tungl og í austri fikraði sólin sig hægt en örugglega upp yfir dökk­ græn eikartré. Ég fylgdist glaður með þessari friðsælu andstæðu New York­ borgar, skyndilega orðinn eitthvað svo vær og afslappaður. Alltaf þegar ég sé eitthvað fallegt langar mig að Karlotta sjái það líka og nú langaði mig að hún sæi skóginn sem var hinum megin við vatnið, öll þessi fagurgrænu tré sem drukku þolinmóð úr ljósblárri víðáttu himinsins. Mig langaði að hún sæi sólina sem var að koma upp í vestri, hægt og rólega. Mig langaði að skrifa með jafn rembingslausum hætti og sólin gerir þegar hún kemur upp á himininn. Mig langaði að skrifa sögur á jafn áreynslulausan hátt og mjúku geislarnir hennar lýstu á skóginn. Sólin fetaði sig niður trén eins og málari sem smáfyllir út í strigann, hér er sef, hér er bakki, hér er kyrrt og ljósblátt vatn, og hér stendur þú á agnarlítilli, dúandi trébryggju og fylgist með þessu öllu saman. Einn lítill gaur á þessari stóru, en samt svo litlu, plánetu. Taktu upp minnisbókina þína og lýstu því sem þú sérð, hugsaði ég.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.