Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 98
S v e r r i r N o r l a n d 98 TMM 2015 · 4 Varðveittu þessu stund: Lýstu til dæmis ástföngnu fuglunum sem synda þarna hlið við hlið í átt að bakkanum. Lýstu dádýrinu (hey, geðveikt – dádýr!) sem stekkur svo tignarlega yfir engið hinum megin við vatnið. Lýstu þessu háa, blaktandi grasi. Lýstu gula sefinu. Lýstu litla hvíta árabátnum og ljósgræna slýinu í vatnspollinum milli sætisfjalanna. Lýstu lýstu lýstu. Og svo: Nei! Leyfðu sólinni að skrifa veröldina. *** Mig dauðlangaði í kaffi svo að ég tók stefnuna á meginbygginguna. Ég var svo frá mér numinn yfir tunglinu – sem var akkúrat hálft og alveg ótrúlega bjart og fallegt – að ég traðkaði næstum á snigli. Þetta var svona snigill eins og úr Disney­teiknimynd, hvítur slímkenndur búkur með ljósbrúnum kuðungi, hann var á stærð við pappírsgatara og ég bograði yfir honum, hug­ fanginn, dró aftur upp minnisbókina mína og byrjaði að teikna hann. En svo hugsaði ég: Nei! Hættu þessu. Slappaðu af! Hættu að teikna og skrifa! Svo að ég rölti áfram að mötuneytinu í von um að geta hitað mér kaffi, nú með athyglina límda við göngustíginn frekar en landslagið, lafhræddur um að traðka á einhverjum af þessum fögru spekingslegu sniglum sem læddust þarna út á morgnana, sjálfsagt voru það einu stundirnar þar sem þeir voru nokkurn veginn hólpnir undan traðki mannanna. Á leiðinni taldi ég samtals sjö snigla. Skyndilega var ég hálf­klökkur af gleði. Sjá alla þessa stóru, feitu snigla! *** Ég tók í hurðarhúninn á skólabyggingunni; yes, opið! Mundu: Nú ertu á lítilli eyju í Svíþjóð en ekki í stórborg í Bandaríkjunum. Hér treystir fólk hvert öðru. Svo að ég þurrkaði af skónum á svartri mottunni og rölti inn fyrir. Fáir staðir eru betri en bókasöfn á bjartri sumarnóttu, auð og kyrrlát geyma þau þúsund veraldir. Ég dró bók eftir Helle Helle fram úr hillu, gekk svo inn í mötuneytið og hitaði mér instant­kaffi, settist við gluggann. Úti spruttu upp blóm milli hellusteinanna á veröndinni og virkuðu svo sátt og afslöppuð í hlutverki sínu, uxu bara þarna falleg og ilmandi og þurftu ekki að sanna neitt fyrir neinum. Í fjarska galaði haninn. Ekki oft sem maður er vaknaður langt á undan hananum! hugsaði ég og stóð svo upp til að pissa, áður en ég lagaði mér annan instantkaffi. ***
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.