Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 99
B ó k a k a s s i n n TMM 2015 · 4 99 Bókakassinn var byrjaður að vaxa og stækka undir skrifborðinu. Þriðja morguninn vaknaði ég og sá að borðfæturnir höfðu lyfst upp af gólfinu. Úr kassanum barst enn þessi öri, stressandi hjartsláttur. Ég reyndi að eyða sem allra minnstum tíma í herberginu mínu. Það var auðvelt: Sem betur fer fylgdi ritsmiðjunni nær stöðug dagskrá og á milli drakk ég kaffi með hinum höfundunum. Hver einasti þeirra virkaði svo hæfileikaríkur og frjór og áhugaverður. Það rann upp fyrir mér hvað ég hafði verið einmana í New York: Ég hafði skrifað og skrifað nýja bók án þess að sýna nokkrum manni uppköstin og það er mjög einmanalegt að skrifa bara og skrifa og skrifa án þess að sýna neinum textana. Nýja skáldsagan sem ég sendi á Forlagið hét Allar tilfinningarnar í mannslíkamanum og nú var ég stressaður um að þau myndu segja: Kill your darlings! eða: Þú þarft að vinna betur í öðrum hluta. Eitthvað svoleiðis. Og ég var bara ekkert svo viss um að ég gæti það. Ég hafði lesið á netinu að „ritstörf“ væru 99% perspiration, 1% inspiration, eitthvað svoleiðis, en frá mínum bæjardyrum séð var það bara alls ekki rétt: Frá mínum bæjardyrum séð var það að skrifa 100% inspiration, annaðhvort gerðist allt eða það gerðist ekkert. Þetta virkaði þannig að ég skrifaði bara eitthvað og svo var það komið. Og ég gat ekki breytt því. Textinn tilheyrði einhverri stemningu eða andartaki sem var liðið. Plús að það að skrifa er ekki „starf“: Starf er eitthvað sem við gerum vegna þess að við fáum borgað fyrir það. Í flestum tilvikum myndum við hætta því ef við hættum að fá borgað. Að skrifa er allt öðruvísi – stundum fær maður vissulega borgað – en óháð því heldur maður samt einhvern veginn alltaf áfram, við fæðumst og svo skrifum við og lesum út ævina, þetta er verkefni sem aldrei lýkur heldur flæðir það bara áfram eins og fljót, eins og blóðið í æðunum á okkur. *** En allavegana, það var rosa gott að fá viðbrögð við því sem ég skrifaði. Upp­ skera bros, heyra pælingar hinna, spjalla jafnvel um bækur því að stundum langaði mig að spjalla um bækur á hversdagslegum nótum eins og bara fótbolta eða eitthvað. Og nú rankaði ég allt í einu við mér í samræðum um til dæmis Roberto Bolano, sem ég hafði verið að lesa lengi, og um Imre Kertesz (ég hafði reyndar bara lesið Örlögleysi og það fyrir löngu) og bækurnar hans Karl Ove Knausgaard sem ég var nýbúinn að lesa á dönsku og muninn á til dæmis Dostojevskí og öllum þessum mínímalísku bandarísku smásögum í anda Raymonds Carver og um Alison Bechdel (sem er frábær) og nokkur norræn ljóðskáld á borð við Inger Christensen. Og allt bara á eðlilegum, óþvinguðum nótum. Við höfðum lesið þessar bækur því að okkur langaði til þess. Þetta var frábært. Mig langaði helst að setjast að þarna á Biskops Arnö. Ég var óðum að eignast fullt af nýjum vinum. Einn daginn samdi ég á ensku smásögu til að lesa upp um kvöldið: Lang­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.