Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 100
S v e r r i r N o r l a n d
100 TMM 2015 · 4
lífa ástarjátningin, kallaðist hún og ég átti síðar eftir að flétta henni inn í
nýju skáldsöguna mína. Söguna skrifaði ég eftir gamalli hugmynd sem hafði
verið að brjótast um í mér árum saman: Ástarjátning sleppur af vörum ungs
manns og orðin taka á sig áþreifanlega mynd, fylgja parinu út ævina eins
og til dæmis trygglyndur hundur sem hænist að eiganda sínum. Mörgum
áratugum síðar liggja þau svo enn í fangi gömlu konunnar, eftir að maðurinn
hennar er dáinn. Því að hún elskar hann ennþá og ást þeirra brennur út yfir
gröf og dauða, orðin lúra þarna enn í fangi hennar því til staðfestingar: Ég
elska þig.
Að loknum lestrinum virkuðu sumir jafnvel hálfklökkir, komu til mín og
sögðu að þetta hefði verið frábært. Og ég trúði því varla. Ég leystist næstum
upp í frumeindir af gleði: „Í alvöru?“
Á milli tíma röltum við um eyjuna (ég starandi á göngustíginn af ótta við
að traðka niður snigil), öll með þrútin og rauð moskítóbit vítt og breitt um
kroppinn.
***
Næstsíðasta kvöldið lagði ég frá mér dagbókina og pennann og bisaði við
að koma bókakassanum undan skrifborðinu. Hann virkaði miklu stærri en
áður, og mér heyrðist hann stynja af létti þegar ég skar með herbergislykl
unum á teipið og opnaði hann. Eins og þegar maður nær loksins að prumpa
eftir of þunga máltíð: Aaaaaaah. Ég ferjaði eintökin af Kvíðasnillingunum
upp úr kassanum og staflaði þeim á skrifborðið, áritaði svo eina bók handa
hverjum og einum hinna þátttakendanna; eina handa Jónasi sem fylgdist á
hverjum degi hugfanginn með moskítóflugunum sötra blóðið úr framhand
leggjunum á sér („Ótrúlegt hvernig þær geta þanið sig út!“) (hann var of
blíður til að stugga þeim burt); eina handa Leu sem var svo hressandi æst og
hreinskilin og kallaði næstum alla „hálfvita!“; eina handa Gunnari sem hafði
byrjað að yrkja ljóð í kjölfar þess að ókunnugur maður stakk hann ellefu
sinnum með hnífi í bakið á einhverjum bar (hrikaleg saga); og svo framvegis.
Ég áritaði líka bækur handa leiðbeinendunum og fyrirlesurunum. Þeim
hafði fundist smásagan mín svo fín og þess vegna yrðu þau rosa ánægð með
að eiga bók frá mér jafnvel þó þau gætu ekki lesið hana. Eða var það ekki?
Kannski gætu þau jafnvel lært íslensku og byrjað að þýða sögurnar mínar?
Ég teiknaði einnig litlar skrípómyndir hjá hverri áritun, af sjálfum mér að
veifa þeim og þakka fyrir frábæra samveru. Ég eyddi löngum tíma í þetta
(samtals voru þetta tuttugu og eitthvað bækur) og vandaði mig eins og ég gat.
Ég gef þeim bækurnar eftir síðasta upplesturinn, fyrir lokapartíið, hugsaði
ég, ýtti kassanum svo aftur undir skrifborðið og lagðist til svefns. Ég var ekki
lengur andvaka og svaf eins og steinn fram undir morgun.
***