Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 100
S v e r r i r N o r l a n d 100 TMM 2015 · 4 lífa ástarjátningin, kallaðist hún og ég átti síðar eftir að flétta henni inn í nýju skáldsöguna mína. Söguna skrifaði ég eftir gamalli hugmynd sem hafði verið að brjótast um í mér árum saman: Ástarjátning sleppur af vörum ungs manns og orðin taka á sig áþreifanlega mynd, fylgja parinu út ævina eins og til dæmis trygglyndur hundur sem hænist að eiganda sínum. Mörgum áratugum síðar liggja þau svo enn í fangi gömlu konunnar, eftir að maðurinn hennar er dáinn. Því að hún elskar hann ennþá og ást þeirra brennur út yfir gröf og dauða, orðin lúra þarna enn í fangi hennar því til staðfestingar: Ég elska þig. Að loknum lestrinum virkuðu sumir jafnvel hálfklökkir, komu til mín og sögðu að þetta hefði verið frábært. Og ég trúði því varla. Ég leystist næstum upp í frumeindir af gleði: „Í alvöru?“ Á milli tíma röltum við um eyjuna (ég starandi á göngustíginn af ótta við að traðka niður snigil), öll með þrútin og rauð moskítóbit vítt og breitt um kroppinn. *** Næstsíðasta kvöldið lagði ég frá mér dagbókina og pennann og bisaði við að koma bókakassanum undan skrifborðinu. Hann virkaði miklu stærri en áður, og mér heyrðist hann stynja af létti þegar ég skar með herbergislykl­ unum á teipið og opnaði hann. Eins og þegar maður nær loksins að prumpa eftir of þunga máltíð: Aaaaaaah. Ég ferjaði eintökin af Kvíðasnillingunum upp úr kassanum og staflaði þeim á skrifborðið, áritaði svo eina bók handa hverjum og einum hinna þátttakendanna; eina handa Jónasi sem fylgdist á hverjum degi hugfanginn með moskítóflugunum sötra blóðið úr framhand­ leggjunum á sér („Ótrúlegt hvernig þær geta þanið sig út!“) (hann var of blíður til að stugga þeim burt); eina handa Leu sem var svo hressandi æst og hreinskilin og kallaði næstum alla „hálfvita!“; eina handa Gunnari sem hafði byrjað að yrkja ljóð í kjölfar þess að ókunnugur maður stakk hann ellefu sinnum með hnífi í bakið á einhverjum bar (hrikaleg saga); og svo framvegis. Ég áritaði líka bækur handa leiðbeinendunum og fyrirlesurunum. Þeim hafði fundist smásagan mín svo fín og þess vegna yrðu þau rosa ánægð með að eiga bók frá mér jafnvel þó þau gætu ekki lesið hana. Eða var það ekki? Kannski gætu þau jafnvel lært íslensku og byrjað að þýða sögurnar mínar? Ég teiknaði einnig litlar skrípómyndir hjá hverri áritun, af sjálfum mér að veifa þeim og þakka fyrir frábæra samveru. Ég eyddi löngum tíma í þetta (samtals voru þetta tuttugu og eitthvað bækur) og vandaði mig eins og ég gat. Ég gef þeim bækurnar eftir síðasta upplesturinn, fyrir lokapartíið, hugsaði ég, ýtti kassanum svo aftur undir skrifborðið og lagðist til svefns. Ég var ekki lengur andvaka og svaf eins og steinn fram undir morgun. ***
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.