Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 103
TMM 2015 · 4 103 François Ricard Merkingarleysan er hátíð Friðrik Rafnsson þýddi Í einum kafla ritgerðarsafnsins Tjöldin sem kom út árið 2005 minnist Milan Kundera á það „frelsi ævikvöldsins“ sem lífið veitir stundum frjóum lista­ mönnum þegar þeir eru farnir að sjá hilla undir endalokin. Hann nefnir Picasso, Fellini og Beethoven og bendir á að listamenn sem komnir eru á efri ár séu svo miklu frjálsari en ungir listamenn. Frelsi þeirra sem eldri eru felst í því að njóta þess að vera einir og finnast þeir ekki þurfa að gagn­ rýna nokkurn mann, þurfa ekkert að sýna eða sanna sig lengur, berjast eða hafa áhyggjur af framtíðinni, heldur njóta þess bara að vera frjálsir og leyfa síðustu og stundum fallegustu ávöxtunum að þroskast. „Án eftirsjár, af nautnalegri ánægju kemur hann sér fyrir í húsi eigin listar og veit sem er, að hið nýja er ekki framundan, á breiða veginum, heldur líka til vinstri, til hægri, fyrir ofan, neðan, aftan, í öllum hugsanlegum áttum hins óvið­ jafnanlega heims hans sem hann á einn.“ Hvað Kundera sjálfan varðar, þá má segja að þetta „frelsi ævikvöldsins“ sé ríkjandi í öllum skáldsögum sem hann skrifaði eftir að hann skipti úr tékknesku yfir í frönsku. Þetta skeið hófst með skáldsögunni Með hægð sem kom út árið 1995, það er að segja á þeim tíma þegar hann var orðinn hálfsjötugur, og átti þegar að baki glæsilegan höfundarferil með verkum sem höfðu verið lofuð og prísuð um heim allan. Þá gerðist hann svo djarfur að „svíkja“ þær aðferðir sem hann hafði tileinkað sér fram að þeim tíma og taka allt aðra stefnu með skáldsögum á borð við Óljós mörk (1997) og Fáfræðina (2000). Áðurnefndar þrjár bækur eru sérlega fallegar vegna þess hve djarfar og afslappaðar þær eru, enda eru þær skrifaðar af rithöfundi sem er alfrjáls, þarf ekki að sanna neitt lengur, „hefur komið sér fyrir í húsi eigin listar“ og þreytist ekki á því að kanna nýjar lendur að vild og finnur stöðugt upp eitt­ hvað nýtt, glaður og reifur. Hátíð merkingarleysunnar er stutt skáldsaga, skiptist í fjörutíu og fimm kafla sem eru varla nema tvær eða þrjár blaðsíður hver. Hún tilheyrir röð „frönsku“ skáldsagnanna sem að sögn skáldsagnahöfundarins eru samdar í formi „fúgu“, þar sem meginreglan er hröð frásögn, hnitmiðaður og sam­ þjappaður texti. Auk þess skiptist sagan í sjö númeraða hluta sem allir bera titla, en það er aðferð sem hefur einkennt verk Kundera allt frá upphafi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.