Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 103
TMM 2015 · 4 103
François Ricard
Merkingarleysan er hátíð
Friðrik Rafnsson þýddi
Í einum kafla ritgerðarsafnsins Tjöldin sem kom út árið 2005 minnist Milan
Kundera á það „frelsi ævikvöldsins“ sem lífið veitir stundum frjóum lista
mönnum þegar þeir eru farnir að sjá hilla undir endalokin. Hann nefnir
Picasso, Fellini og Beethoven og bendir á að listamenn sem komnir eru á
efri ár séu svo miklu frjálsari en ungir listamenn. Frelsi þeirra sem eldri
eru felst í því að njóta þess að vera einir og finnast þeir ekki þurfa að gagn
rýna nokkurn mann, þurfa ekkert að sýna eða sanna sig lengur, berjast
eða hafa áhyggjur af framtíðinni, heldur njóta þess bara að vera frjálsir og
leyfa síðustu og stundum fallegustu ávöxtunum að þroskast. „Án eftirsjár,
af nautnalegri ánægju kemur hann sér fyrir í húsi eigin listar og veit sem
er, að hið nýja er ekki framundan, á breiða veginum, heldur líka til vinstri,
til hægri, fyrir ofan, neðan, aftan, í öllum hugsanlegum áttum hins óvið
jafnanlega heims hans sem hann á einn.“
Hvað Kundera sjálfan varðar, þá má segja að þetta „frelsi ævikvöldsins“
sé ríkjandi í öllum skáldsögum sem hann skrifaði eftir að hann skipti úr
tékknesku yfir í frönsku. Þetta skeið hófst með skáldsögunni Með hægð
sem kom út árið 1995, það er að segja á þeim tíma þegar hann var orðinn
hálfsjötugur, og átti þegar að baki glæsilegan höfundarferil með verkum sem
höfðu verið lofuð og prísuð um heim allan. Þá gerðist hann svo djarfur að
„svíkja“ þær aðferðir sem hann hafði tileinkað sér fram að þeim tíma og taka
allt aðra stefnu með skáldsögum á borð við Óljós mörk (1997) og Fáfræðina
(2000). Áðurnefndar þrjár bækur eru sérlega fallegar vegna þess hve djarfar
og afslappaðar þær eru, enda eru þær skrifaðar af rithöfundi sem er alfrjáls,
þarf ekki að sanna neitt lengur, „hefur komið sér fyrir í húsi eigin listar“ og
þreytist ekki á því að kanna nýjar lendur að vild og finnur stöðugt upp eitt
hvað nýtt, glaður og reifur.
Hátíð merkingarleysunnar er stutt skáldsaga, skiptist í fjörutíu og fimm
kafla sem eru varla nema tvær eða þrjár blaðsíður hver. Hún tilheyrir röð
„frönsku“ skáldsagnanna sem að sögn skáldsagnahöfundarins eru samdar
í formi „fúgu“, þar sem meginreglan er hröð frásögn, hnitmiðaður og sam
þjappaður texti. Auk þess skiptist sagan í sjö númeraða hluta sem allir bera
titla, en það er aðferð sem hefur einkennt verk Kundera allt frá upphafi,