Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 104
F r a n ç o i s R i c a r d 104 TMM 2015 · 4 skáld sögurnar miklu sem hann skrifaði á tékknesku voru byggðar upp eins og „sónötur“. Ætlunarverk höfundarins með þessu síðbúna verki var því ef til vill það að sætta þessi tvö form í nýju formi sem væri þá í senn afsprengi þeirra og framhald. Mér virðist því að aldrei hafi skáldsaga eftir Kundera (eða nokkurn annan höfund leyfi ég mér að segja) verið svo fullkomlega, svo dásamlega böðuð í birtu „frelsis ævikvöldsins“ og Hátíð merkingarleysunnar allt frá fyrstu setningunni („Þetta var í júnímánuði, morgunsólin gægðist niður í gegnum skýin“) til endaloka sögunnar (síðdegis á fallegum sumardegi í Lúxemborgargarðinum), en á sama tíma er sagan hátíð fyrir andann, ímyndunaraflið og hláturinn. Í henni leyfir skáldsagnahöfundurinn sér bókstaflega allt, hann gefur sig alfarið á vald ánægju nautnahyggjunnar og góða skapsins. Það aftrar honum þó ekki frá því, enda er það hluti af ánægjunni, að slípa verk sitt svo vel og vandlega að engin setning, ekkert atriði, ekkert svar, jafnvel þótt það virðist vera lítilvægt, er látin standa þar fyrir tilviljun, hvert smáatriði styður heildarmerkingu sögunnar. Þetta jafn­ vægi frelsis og nauðsynjar, „spuna“ og „byggingar“ svo vísað sé til orða höf­ undar í ritgerðasafninu Svikunum við erfðaskrárnar, það er að segja samspil taumlauss, léttleikandi ímyndunarafls og byggingarlistar sem er eins ströng og öguð og hugsast getur og stíls sem er svo merkingarhlaðinn að hvergi er gefið eftir (sem þýðir að hann verður í senn að vera nákvæmur og skýr), en í þessu er hin listræna áskorun allra verka Kundera fólgin. Áskorun sem hann tekst hér á við, enn einu sinni, svo óviðjafnanlega glaðbeittur og fumlaus. Þess vegna er ekki hægt annað en að lesa Hátíð merkingarleysunnar með bros á vör og gleði í hjarta (ég á við: fagurfræðilegri gleði, sem er ef til vill sann­ asta, kannski eina raunverulega gleðin þegar allt kemur til alls.) Atburðarás sögunnar, ef hægt er að tala um „atburðarás“ yfirleitt, er nán­ ast hægt að draga saman í eina stóra lýsingu: haldið er afar fínt samkvæmi í íbúð í París sumarkvöld eitt þar sem flestar persónurnar sem kynntar voru til leiks í fyrsta hlutanum hittast, eða rekast hverjar á aðra, en skáldsagna­ höfundurinn hefur gefið þeim ýmis stórfurðuleg nöfn eins og Quaquelique, D’Ardelo, La Franck og Kaliban. Inn í þessa óljósu meginsögu tvinnar höf­ undur síðan ýmsar laustengdar frásagnir sem hafa óljósa stöðu í sögunni, eins og sorgarsaga og ræða móður Alains sem er sambland af háði og beiskju, en það er aldrei mjög skýrt hvort þetta er „raunverulegt“ eða einungis hugar­ burður sonar hennar. Eða þá hin samkoman í sögunni sem er nokkurs konar mótvægi eða kontrapunktur, haldin skömmu eftir að síðari heimsstyrjöld­ inni lauk í sal í Kreml, en út um glugga þar verða menn vitni að því þegar englar hrapa til jarðar og persónurnar, Stalín rjúpnaveiðimaður og unnandi þýskrar heimspeki og hinn trúi og tryggi Kalenín enda loks með því að hitta frönsku söguhetjurnar í trjágöngum í Lúxemborgargarðinum í París. Af og til rekur lesandinn svo augun í ýmsa skínandi gullmola sem virðast við fyrstu sýn vera aukaatriði, en reynast þegar betur er að gáð vera drekk­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.