Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Síða 104
F r a n ç o i s R i c a r d
104 TMM 2015 · 4
skáld sögurnar miklu sem hann skrifaði á tékknesku voru byggðar upp eins
og „sónötur“. Ætlunarverk höfundarins með þessu síðbúna verki var því ef
til vill það að sætta þessi tvö form í nýju formi sem væri þá í senn afsprengi
þeirra og framhald.
Mér virðist því að aldrei hafi skáldsaga eftir Kundera (eða nokkurn
annan höfund leyfi ég mér að segja) verið svo fullkomlega, svo dásamlega
böðuð í birtu „frelsis ævikvöldsins“ og Hátíð merkingarleysunnar allt frá
fyrstu setningunni („Þetta var í júnímánuði, morgunsólin gægðist niður
í gegnum skýin“) til endaloka sögunnar (síðdegis á fallegum sumardegi
í Lúxemborgargarðinum), en á sama tíma er sagan hátíð fyrir andann,
ímyndunaraflið og hláturinn. Í henni leyfir skáldsagnahöfundurinn sér
bókstaflega allt, hann gefur sig alfarið á vald ánægju nautnahyggjunnar
og góða skapsins. Það aftrar honum þó ekki frá því, enda er það hluti af
ánægjunni, að slípa verk sitt svo vel og vandlega að engin setning, ekkert
atriði, ekkert svar, jafnvel þótt það virðist vera lítilvægt, er látin standa þar
fyrir tilviljun, hvert smáatriði styður heildarmerkingu sögunnar. Þetta jafn
vægi frelsis og nauðsynjar, „spuna“ og „byggingar“ svo vísað sé til orða höf
undar í ritgerðasafninu Svikunum við erfðaskrárnar, það er að segja samspil
taumlauss, léttleikandi ímyndunarafls og byggingarlistar sem er eins ströng
og öguð og hugsast getur og stíls sem er svo merkingarhlaðinn að hvergi er
gefið eftir (sem þýðir að hann verður í senn að vera nákvæmur og skýr), en í
þessu er hin listræna áskorun allra verka Kundera fólgin. Áskorun sem hann
tekst hér á við, enn einu sinni, svo óviðjafnanlega glaðbeittur og fumlaus.
Þess vegna er ekki hægt annað en að lesa Hátíð merkingarleysunnar með bros
á vör og gleði í hjarta (ég á við: fagurfræðilegri gleði, sem er ef til vill sann
asta, kannski eina raunverulega gleðin þegar allt kemur til alls.)
Atburðarás sögunnar, ef hægt er að tala um „atburðarás“ yfirleitt, er nán
ast hægt að draga saman í eina stóra lýsingu: haldið er afar fínt samkvæmi í
íbúð í París sumarkvöld eitt þar sem flestar persónurnar sem kynntar voru
til leiks í fyrsta hlutanum hittast, eða rekast hverjar á aðra, en skáldsagna
höfundurinn hefur gefið þeim ýmis stórfurðuleg nöfn eins og Quaquelique,
D’Ardelo, La Franck og Kaliban. Inn í þessa óljósu meginsögu tvinnar höf
undur síðan ýmsar laustengdar frásagnir sem hafa óljósa stöðu í sögunni,
eins og sorgarsaga og ræða móður Alains sem er sambland af háði og beiskju,
en það er aldrei mjög skýrt hvort þetta er „raunverulegt“ eða einungis hugar
burður sonar hennar. Eða þá hin samkoman í sögunni sem er nokkurs konar
mótvægi eða kontrapunktur, haldin skömmu eftir að síðari heimsstyrjöld
inni lauk í sal í Kreml, en út um glugga þar verða menn vitni að því þegar
englar hrapa til jarðar og persónurnar, Stalín rjúpnaveiðimaður og unnandi
þýskrar heimspeki og hinn trúi og tryggi Kalenín enda loks með því að
hitta frönsku söguhetjurnar í trjágöngum í Lúxemborgargarðinum í París.
Af og til rekur lesandinn svo augun í ýmsa skínandi gullmola sem virðast
við fyrstu sýn vera aukaatriði, en reynast þegar betur er að gáð vera drekk