Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Page 108
108 TMM 2015 · 4
Stefán Valdemar Snævarr
Pósturinn Megas
Megas og póstmódernisminn1
Svo orti Halldór frá Laxnesi: „Pósturinn gisti að Grímsstöðum á Fjöllum“.2
Póstar af allt öðru tagi hafa gist Ísland á síðustu áratugum, póstmódernistar.
Ekki fer á milli mála að flestir þeirra hafa verið mikið gefnir fyrir
fræðapælingar, og margir þeirra eflaust snúist til póstmódernisma þeirra
vegna. Ekki hafa þó alveg allir látið sannfærast: einn skeleggasti gagn
rýnandi póstmódernistanna á seinni árum er Einar Már Jónsson sem
dró þá eftirminnilega sundur og saman í háði í bók sinni Bréfi til Maríu.3
Bróðir hans, Magnús Þór (Megas), hefur sennilega leitt pælingar póst
módernismans alveg hjá sér. En það má samt horfa á hann og verk hans í
ljósi þessarar alltumlykjandi stefnu: kannski má segja að hann hafi verið
sjálfsprottinn póstmódernisti. Í textum hans, lögum og kvæðum mátti finna
póstmóderníska hneigð áður en hugtakið um þessa stefnu var skapað.
Ég hyggst hefja mál mitt á því að gera stuttlega grein fyrir póstmódernisma,
þ.á m. því afbrigði hans sem kallast „póststrúktúralismi“. En án þess að taka
afstöðu til þessarar stefnu, ég ræði aðeins þær hliðar hennar sem skipta máli
fyrir skilning á verkum Megasar.
Í Megasarbálki beini ég sjónum mínum aðallega að stjórnmálaafstöðu
(leysi?) hans sem ég tel póstmóderníska og efakennda. Marxismi og hefð
bundin vinstristefna hafa aldrei leikið nein meginhlutverk í veröld Megasar.
Grein þessi er m.a. skrifuð í tilefni þess að hann varð sjötugur á þessu ári.
Ritsmíð þessi er ekki hreinræktuð fræðigrein heldur fullt eins „esseyja“, þ.e.
tilraun. Tilraun til að sýna Megas í skuggsjá póstmódernismans.
Póstmódernisminn, eina ferðina enn
Póstmódernisminn virðist hallur úr heimi, sumir segja að hann hafi aldrei
átt tilverurétt.4 En „það er stórt orð Hákot“ og orðið „póstmódernismi“
engin smásmíði heldur. Tala má um þrjú meira eða minna skyld hugtök
sem hafa fengið merkimiðann „póstmódernismi“. Í fyrsta lagi hugtakið um
hið póstmóderníska samfélag. Það er samfélagsgerð sem leysir iðnaðarsam
félagið af hólmi. Þjónustu og upplýsingasamfélag sem tekur æði hröðum
breytingum. Í öðru lagi hugtakið um þá gerð listar sem leysti nýstefnu af