Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 112
S t e fá n Va l d e m a r S n æ va r r 112 TMM 2015 · 4 hópur manna sem verður að halda aðskildum frá venjulegu fólki, annars sé voðinn vís. Á nítjándu öld er svo tekið að líta á geggjun sem sjúkdóm og geggjaðir settir á sérstaka spítala, geðveikrahæli. En það var ekki endilega framför, nú var farið að meðhöndla þá eins og hluti sem þyrftu viðgerðar við. Nú var verið að dauðhreinsa samfélagið af geggjun. Enginn hlustaði lengur á rödd geggjunarinnar, hún var bara sjúkdómseinkenni. Þar með missum við möguleikann á því að sjá heiminn með augum geggjunar, meðtaka hennar brengluðu visku/andvisku eins og menn gerðu á endurreisnaröld .22 Foucault efaðist ekki bara um einingu merkingar og þekkingar heldur einnig um einingu sjálfsins. Hugmyndin um hið samstæða, sérstæða og sjálfráða sjálf sé ættað úr stórsögunni um framfarir. Samkvæmt henni var maðurinn og þar með sjálf hans í fjötrum en baráttan fyrir frelsi rauf fjötr­ ana. En þetta sé blekking, sjálfið sé margþætt og ósamstætt, sköpunarverk orðræðu og valds.23 Enginn skýr munur sé á yfirborði sjálfsins annars vegar og meintu eðli þess hins vegar. Einnig megi ætla að mörg sjálf búi í hverjum manni, „her af mér“.24 Þess utan séu einstök sjálf ekki sérstæð heldur fall af ópersónulegum öflum (les: orðræðu, valdi og samfélagi). Það þarf engan Foucault til að skilja að kyn­samsemd (e. sexual identity) manna er hluti af sjálfi þeirra. Að líta á sig sem sam­ eða gagnkynhneigðan er mikilvægur þáttur í sjálfsmynd fólks og þar með sjálfi þess. Þess eru dæmi að menn finni til annarra kynhneigða en þeir vilja kannast við, telja þær ekki hluta af sjálfi sínu. Þetta sýnir að sjálf og kynhneigð eru nátengd. Foucault og fylgismenn hans telja að kynferðisleg hlutverk séu fall af þrenningunni van­ helgu, máli, valdi og samfélagi. Lengi vel hafi samkynhneigðar athafnir verið refsiverðar en samt hafi sjálfs­samsemd hins samkynhneigða ekki verið til.25 Orðræða, vald og samfélag hafi búið homma til rétt eins og þrenningin sú hafi skapað sjálfs­semd gagnkynhneigðar. Kynferðisleg hlutverk og sjálfs­ semdir eru því mannasetningar, ekki afurð náttúrunnar. Með pælingum af þessu tagi átti Foucault mikinn þátt í að skapa svonefnd „hinsegin fræði“.26 Ekki er hægt að ræða póststrúktúralismann án þess að nefna Jacques Derrida (1930–2004). Hann beindi spjótum sínum að „lógosentrisma“ eða „frumspeki nærverunnar“.27 Heimspekingar á borð við René Descartes héldu að hugsun manna væri eins nálægt þeim og nokkuð gæti verið. Þessi nálægð gerði hugsunina óumdeilanlega, traustan grundvöll þekkingarinnar, miðju hennar. Hugsun er andlegs eðlis, „lógos“ er grískt orð sem táknar bæði hugsun og orð. Sé hugsunin miðlæg í þekkingu þá er hún lógó­sentrísk að mati lógosentrista. Þeir halda líka að mælandi hljóti að vita með vissu hvað orðin sem hann notar merki. Hann er eins nálægt þeim og frekast er unnt. En Derrida segir að merking orða ráðist af tengslum þeirra við merkingar­ netið, ekki tengslum við sálarlíf mælanda. Sálin sé svo aftur háð málinu, því ráðist merking hugsana okkar ekki af eigin upplifunum heldur tengslum við títtnefnt net. Netið hafi engin gefin mörk, það sem hefur engin ákveðin mörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.