Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Blaðsíða 113
P ó s t u r i n n M e g a s TMM 2015 · 4 113 hefur enga gefna miðju. Því hafi merking og hugsun (lógos) enga ákveðna miðju, lógosentristar séu á röngu róli. Ekki er hægt að skilja uppgjör Derrridas við lógosentrisma nema kynnast hugtaki hans um afbyggingu (fr. deconstruction).28 Afbygging virðist felast í því að sýna fram á að tiltekið fyrirbæri sem sýnist heildstætt sé í reynd í molum (hún felst hugsanlega líka í því að rífa niður það sem er heildstætt með óréttlætanlegum hætti). Til dæmis virðist heimsmynd lógósentrismans heildstæð en nánar athugun sýnir að hún er í molum. Hið sama gildir um sjálfið, það er í reynd brotakennt. Tjasla verði brotunum saman á ný en án þess að byggja nýja heild. Brotin verða að sjást. Aðalmálið er að afbyggja stigveldi, bæði hugtaka og heims. Í hinu vest­ ræna stigveldi hafi körlum verið skipað ofar konum, litlausu fólk ofar brúnu, alvöru ofar kímni, sál ofar líkama, rökvísi ofar „retorík“ o.s.frv. Konur og brúnt fólk hafa verið öðruð og jöðruð. Að vera aðraður er að vera andspæni einhvers og um leið skuggi þess. Karlar geti ekki litið á sig sem æðri konum nema að miða sig við þær, líta á þær sem andhverfu sína. Um leið sé þeim ýtt út á jaðarinn, karlar séu í miðdeplinum, konur skuggar þeirra. Þetta er kjarninn í því sem Derrida kallar „fall­lógo­sentrisma“, lók­miðjuhyggju, þeirri stefnu sem skipar karlinum og kynfærum hans í öndvegi. 29 En nánari aðgæsla sýni að það sem ofar er í stigveldinu væri ekki til án hins, karlar ekki án kvenna, sál ekki án líkama, alvara ekki án kímni. Þessi hugtök séu samslungin með margslungnum hætti. Kímni liti alvöruna, alvaran kímnina, líkaminn móti sálina og sálin líkamann, hið kvenlega móti hið karlmannlega og öfugt o.s.frv. Auk þess séu óglögg skil milli þessara meintu andstæðna, skilin milli hins karlmannlega og kvenlega eru engan veginn skýr.30 Afbyggingin á að leiða þetta í ljós og jafnvel breyta samfélaginu í samræmi við það, berjast gegn stigveldum. En engin formúla er til fyrir hinu góða samfélagi, afbyggingin býður ekki upp á pólitískar patentlausnir. Samt má ljóst vera að það er viss vinstrihneigð í hinni pólitísku afbyggingu Derridas. Sú hneigð virðist hafa aukist með árunum, upp úr 1990 snýr hann sér að Karli Marx, afbyggir speki hans en leggur um leið áherslu á mikilvægi hennar.31 Þrátt fyrir það boðaði Derrida ekki trú á marxískar stórsögur, eins og póstmódernista sæmir var hann efins um ágæti hátimbraðra hug­ myndakerfa. Hugmyndin um afbyggingu er óskiljanleg nema við kynnumst málspeki Derridas. Þungamiðja hennar er afbygging á merkingu (félagslegt stigveldi er líka af merkingartoga spunnið í huga Derridas). Derrida bætir því við að net orðanna sé með þeim hætti að það gæti fullt eins verið óendanlega stórt og hljóti að breytast á hverju andartaki. Orð eru stöðugt notuð á nýjan og nýjan hátt. En þar eð merking allra orða hefur áhrif á merkingu allra ann­ arra orða þá breytist merking stöðugt (það þýðir líka að spor (fr. traces) eru frá merkingu allra orða í merkingu sérhvers orðs). Engin leið er að höndla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.