Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Qupperneq 114
S t e fá n Va l d e m a r S n æ va r r 114 TMM 2015 · 4 hið óendanlega stóra (netið mikla), hvað þá það sem stöðugt breytist. Afleið­ ingin er sú að merkingu orða verður stöðugt slegið á frest, við getum aldrei gripið hana fremur en hála ála.32 Derrida nýtir sér þá staðreynd að latneska orðið „differere“ hefur tvöfalda merkingu. Það getur merkt „mismun“ og „frestun“. Mismunur ræður jú merkingu, um leið verður henni ávallt slegið á frest. Í þessu sambandi hefur Derrida búið til nýyrðið „différance“. Það er borið fram eins og franska orðið „différence“ (mismunur) en er skrifað öðru­ vísi. Hann notar „a“ í stað „e“ í venjulega franska orðinu. Þetta gerir hann til að undirstrika að meira að segja smávægilegur munur getur ráðið miklu um merkingu. Différance með „a“ er sá sérstæði mismunur sem bæði skapar merkingu og gerir hana óhöndlanlega.33 Páll Skúlason segir að kalla megi différance „misfrestun“, hún er mismunur (mas­munur?) og frestun um leið.34 Afbygging felst m.a. í því að sýna fram á hvernig merking orða ræðst af spennuþrungnu sambandi við önnur orð og hve fánýtt það er að telja sig geta fundið hina einu sönnu merkingu. Það gildir líka um merkingu orðsins „afbygging“. Ég mun hér á eftir setja spurningarmerki fyrir aftan orðið „afbyggingu“ ef mig grunar að það eigi aðeins að hluta við það sem um ræðir. Derrida afbyggir líka muninn á rituðu og mæltu máli. Saussure hélt að ritað mál væri afleiðsla af mæltu máli. Því væri málvísindunum nóg að kanna mælt mál. En Derrida segir að honum hafi yfirsést að mælt mál hafi ýmsa af þeim eiginleikum sem við eignum rituðu máli. Hugsanir mælandans gæða ekki orðin merkingu, gagnstætt því sem lógósentristar héldu. Þau öðlast merkingu í krafti hlutkenndra, ópersónulegra tengsla við önnur orð. En þetta eru einmitt eiginleikar sem við eignum ritmáli, skrift á blaði eða skjá er e.k. hlutur og inntakið getur verið algerlega ópersónulegt. Þess vegna kallar Derrida þetta hlutkennda við jafnt mælt sem ritað mál „frum­skriftina“ (fr. l’arché écriture).35 Um leið hefur ritmálið líka súbjektíva þætti, einhvers konar hugur stýrir pennanum þótt penninn stýri honum líka. Þess vegna er ekki hægt að ákvarða merkingu þess með öldungis hlut­ lægum hætti. Athuga ber að í hugsun Derrida spanna hugtökin um texta og skrift (ritað mál) allt það sem er merkingarbært, t.d. getur bygging, málverk og félagsleg stigveldi talist textar. Lýkur nú hraðferð minni um lendur póstmódernismans, nú hefst ferð mín um Megasarlandið. Magnús Þ. Jónsson, öðru nafni … Segja má að Robert Zimmerman hafi afbyggt (?) sig sjálfan þegar hann skapaði hliðarsjálf sitt Bob Dylan. Magnús Þór Jónsson lék sama leik, skóp hliðarsjálfið Megas. Rétt eins og Dylan er Megas sjálfsprottinn póst­ módernisti, varð það ekki í krafti þess að þekkja kenningarnar. Líkt og Dylan er erfitt að setja Megas í hugmyndafræðilegan bás. Alveg eins og meistar inn frá Minnesota hefur Megas afbyggt (?) muninn á há­ og lágmenningu. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.