Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2015, Side 115
P ó s t u r i n n M e g a s TMM 2015 · 4 115 bætir við afbyggingu (?) á „góðri“ og „vondri“ íslensku, kannski má finna hliðstæða mál­afbyggingu hjá Dylan. En hann var ekki mikið fyrir að flakka um menningarsöguna, Megas hefur tekið það póstmóderníska ómak af honum. Til dæmis þegar hann syngur hina eldfornu Passíusálma.36 Kannski er þetta flakk evrópskt, Bandaríkjamenn eru ekki ýkja sögulega þenkjandi enda saga þeirra stutt. Annað sem Megas afbyggir (?), en ekki Dylan, er munur kynjanna. Túlka má tælandi „tælands­bragi“ hans í þá veruna, í laginu Drengirnir í Bangkok er tælenskum drengjum lýst sem kvenlegum verum.37 Fílahirðinum frá Súrín, sem Megas syngur um í samnefndum brag, er lýst með líkum hætti, hann er ekki laus við kvenlega þætti.38 Hvað um kyn­samsemd Megasar sjálfs? Hún birtist okkur í textum og skrifum hans sem tvíbent, hann yrkir ekki bara til kvenna, heldur stundum líka karla (á tælandsskeiðinu u.þ.b. 1985–1990).39 Kannski eru til e.k. texta­ kyn­samsemdir Megasar sem er sköpunarverk hans eigin tungumáls og hluti af hlutverki hans. Þessar kyn­samsemdir eru fall af hans máli, valdi og félagslega hlutverki (fall af hans falli?). Þær gætu verið til í heimi textanna en ekki endilega í heimi hins raunverulega (?) Magnúsar Þórs Jónssonar. Lítum aftur á afbyggingu (?) og tökum dæmi um mál­afbyggingu (?) Megasar: Hann syngur á sígildri íslensku „sút fló í brjóstið inn“ í einum brag með beinni tilvitnun í Hallgrím Pétursson.40 Í öðrum kyrjar hann á slangri „droppaðu nojunni vinan og vertu soldið meira pós“.41 Í skáldsögunni Björn og Sveinn ægir saman enskuskotnu slangri og „góðri“ íslensku. Tökum „góðu“ íslenskuna fyrst: „Ævinlega blessuð sé minning yðar og megið þér dafna í drottni þóknanlegri elli …“42 Svo þá „vondu“: „… ótrúlegt er að himnarnir beiti svo billegum gimmikum“.43 Stundum blandar hann sígildu máli og enskættuðu slangri saman í sömu setningu: maðurinn hann er jú mestanpart leir en meikar þó óstóran sens jafnvel þegar loks deyr44 Kannski afbyggir (?) hann muninn á fallegu og ljótu máli, alltént afbyggir hann (?) muninn á hinu fagra og hinu ófagra. Röddin er skemmtilega ljót en syngur stundum gullfalleg lög og texta, t.d. Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig.45 Eiginlega afbyggir hann söng, það er næstum eins og hann kyrji eða kveði rímur fremur en syngi. Rokkrímur. Megas hefur aldrei dregið dul á að hann sé undir áhrifum frá Dylan og ýmsum rokkurum öðrum.46 Í bernskuminningum sínum lýsir hann hrifningu sinni á Elvis Presley.47 Ekki virðist hann hafa gleymt Elvis en hóf fræga tónleika árið 1978 með því að láta Also Sprach Zarathustra eftir Richard Strauss hljóma, rétt eins og ameríska poppgoðið á síðari árum sínum. En Elvis var þá á litklæðum og orðinn fjölskylduvænn í fram­ göngu, Megas ærið pönkaralegur og ekki alveg í tengslum við umheiminn. Afbyggði (?) Megas Elvis?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.